Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Framlag ríkisins til landbúnaðar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur lækkað um helming frá aldamótum.
Framlag ríkisins til landbúnaðar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur lækkað um helming frá aldamótum.
Mynd / Heimild Hagstofa Íslands
Fréttir 20. október 2022

Framlög til landbúnaðar ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á meðan ríkisstjórnin stefnir á að efla landbúnað, fjölga stoðum hans, treysta þannig fæðuöryggi og mæta skuldbindingum í loftslagsmálum ætlar hún að lækka fjárframlag í málaflokkinn.

Í fjárlögum fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir yfir 700 milljóna króna raunlækkun fjárframlaga til landbúnaðar og stoðþjónustu.

„Markmið ríkisstjórnarinnar snúa að eflingu innlendrar landbúnaðarframleiðslu með fæðuöryggi að leiðarljósi en við sjáum ekki hvernig fjárlögin endurspegla það. Þau standa bara í stað varðandi búvörusamningana en aðrir liðir eru að lækka frekar en hitt,“ segir Hilmar Vilberg Gylfason, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands.

Til þess að stuðla að sjálfbærari landbúnaði á Íslandi með fæðu- og matvælaöryggi að leiðarljósi þarf landbúnaður að fá meira pláss í fjárlögum en frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra leggur til, samkvæmt umsögn Bændasamtaka Íslands.

Framlag ríkisins til landbúnaðar hefur lækkað verulega frá aldamótum á sama tíma og Íslendingum hefur fjölgað og framleiðsla matvæla aukist. Þróun á ríkisstuðningi í samanburði við þróun á framleiðslumagni og eftirspurn sýnir að fjárframlag ríkisins hefur lækkað um tæpan þriðjung að raunvirði (sjá nánar á bls. 18). Þá hefur framlag ríkisins til landbúnaðar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu lækkað um helming frá aldamótum.

Bændasamtökin benda á að til að efla landbúnað þurfi ríkisstjórnin að gera ráð fyrir frekari fjárframlögum fyrir tiltekin verkefni á þessu kjörtímabili.

Í umsögn leggja þau til föst árleg framlög til plöntukynbóta, fjárlög til innviðauppbyggingar tengda kornrækt annars vegar og áburðarframleiðslu hins vegar, framlög til útrýmingar riðu í íslensku sauðfé með innleiðingu á ARR-arfgeninu, framlög til rannsókna vegna nýrrar nálgunar við afsetningu lífræns úrgangs og framlög til Bjargráðasjóðs/ Náttúruhamfaratrygginga Íslands til að bæta áföll í landbúnaði.

„Tryggja þarf land og landsvæði í landbúnaðarnotkun og viðhalda framleiðsluvilja bænda með eðlilegu starfsumhverfi,“ segir jafnframt í umsögninni.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...