Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna.
Mynd / HKr
Fréttir 24. mars 2022

Framtíðarstefnumörkun Bændasamtakanna mótuð í kjölfar samruna búgreinafélaganna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing 2022 verður haldið á Hótel Natura 31. mars og 1. apríl næstkomandi. Þingið er fyrsta Búnaðarþing eftir að búgreinafélögin runnu saman við Bændasamtök Íslands og urðu að búgreinadeildum innan samtakanna.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að fulltrúar á Búnaðarþingi að þessu sinni séu í fyrsta sinn kosnir á þingið á grundvelli búgreina, en til þessa hafa 50% fulltrúanna verið kosnir í gegnum búnaðarsambönd en aðrir fulltrúar kosnir af búgreinum.

Framtíðarstefna BÍ

„Búgreinarnar hafa þegar fundað á sínum Búgreinaþingum og tillögufrestur frá hinum almenna bónda er liðinn umfram það sem verður lagt fram af deildum búgreinanna.

Að mínu mati tel ég að það sem verði veigamest á þinginu fyrir stjórn samtakanna sé stefnumörkun fyrir Bændasamtök Íslands til framtíðar. Stefnumörkunin er meðal þess sem búgreinafélögin ræddu á sínum þingum og þau eru búin að senda inn athugasemdir sem verða teknar fyrir á Búnaðarþingi.

Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt fyrir stjórn og starfsmenn BÍ að hafa stefnumörkunina á hreinu þannig að við vitum hvert við erum að fara og séum samstíga. Enda mun stefnumörkunin vera ramminn utan um starfið til framtíðar.“

Stjórnarmönnum fjölgar um tvo

Gunnar segir að þingfulltrúum hafi verið fjölgað úr 53 í 63 og að á þinginu verði fjölgað í stjórn Bændasamtakanna úr fimm í sjö. „Eina breytingin sem ég veit um að verður á stjórninni, án nýju stjórnarmannanna, er að varaformaður BÍ, Oddný Steina Valsdóttir, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur, því miður. Það verður mikil eftirsjá að henni.“

Enginn átakamál að þessu sinni

„Persónulega var ég gríðarlega ánægð­ur með Búgreina­þingin og fann á þingfulltrúum og bændum sem þau sóttu hvað þeim þótti fyrir­komu­lagið skemmtilegt að hitta full­trúa annarra búgreina og geta rætt saman og sameiginleg málefni bænda en ekki bara sérmálefni sinnar búgreinar.

Mér sýnist því að bændur hafi rætt saman og ég geri ráð fyrir að þeir muni sýna samstöðu og styrk sinn á Búnaðarþingi sem ein heild og geti á þeim forsendum staðið saman í þeim málum sem mest ríður íslenskum landbúnaði til hagsbóta,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. 


- Sjá viðtöl við fulltrúa búgreina­deilda BÍ á bls. 2, 4 og 10 í Bændablaðinu.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...