Áhugaverður markaður
Skemmtiferða og leiðangursskip sem koma hingað til lands versla lítið af íslenskri matvöru. Stóru skipin taka á móti matargámum sem koma erlendis frá og eru geymdir á frísvæði þar til þeir eru teknir um borð.
Skipin skipta árlega hundruðum og áætlað er að farþegar og áhafnir þeirra telji yfir þjú hundruð þúsund manns.
Viðmælendur Bændablaðsins eru sammála um að markaðurinn fyrir íslensk matvæli hjá skipunum sé stór og áhugaverður en að markaðsstarf honum tengdum hafi skilað takmörkuðum árangri.
Þeir sem selja skipunum kost segjast ekki vera í föstum viðskiptum og sölur tengjast því ef skortur verður á viðkomandi vörum um borð.
Þeir sem til þekkja telja að leiðangursskipin, sem eru minni, séu vænlegri markaður þar sem þau leggi meiri áherslu á upplifun tengda menningu landanna sem þau heimsækja og þar á meðal matarmenningu.
Markaðurinn fyrir kost skipanna er árstíðabundinn og ólíklegt er að íslensk framleiðsla eins og hún er í dag geti sinnt honum nema að takmörkuðu leyti.
Sjá nánar í nýjasta tölublaði Bændablaðsins á bls. 30 og 31.