Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu kynbótabrautar í Borgarnesi.
Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu kynbótabrautar í Borgarnesi.
Fréttaskýring 26. maí 2017

Búast við 2.500 manns á Fjórðungsmót

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Einu sinni á ári bera áhugamenn um gæðinga saman bækur sínar á stórmóti. Eins og kunnugt er fara Landsmót hestamanna fram annað hvert ár. En þar á milli fá landshelmingar að njóta sín. Í ár er komið að Vesturlandi og Norðurlandi. Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi dagana 28. júní til 2. júlí nk. 
 
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem mótið er haldið þar í bæ en svæði hestamannafélagsins Skugga er undir það búið að standa undir slíku stórmóti að sögn Inga Tryggvasonar, formanns framkvæmdanefndar Fjórðungsmótsins. „Keppnissvæðið er almennt gott og hesthúsin og reiðhöll öll í næsta nágrenni. Aðstaðan er því til fyrirmyndar, ekki síst fyrir keppendur. Hér hafa verið haldin vel heppnuð stórmót á undanförnum árum, nú síðast Íslandsmót yngri flokka árið 2016.“
 
Stærsta framkvæmd svæðisins er þó uppbygging kynbótabrautar. „Endurvekja á brautina sem var í notkun fyrir um 20 árum og þótti ein sú besta á landinu á sínum tíma,“ segir Ingi. Framkvæmdir við brautina eru nú þegar hafnar og stefnt er á að vígja hana á kynbótasýningu þann 6. júní næstkomandi.
 
Fleiri skeiðgreinar
 
Ingi segist búast við um 2–300 keppendum á mótið. Hestamannafélögin fimm á Vesturlandi sjá um framkvæmd mótsins en þátttökurétt í gæðingakeppni mótsins hafa félagar í þeim félögum, frá Dreyra á Akranesi, Skugga í Borgarnesi, Faxa í Borgarfirði, Glað í Dalasýslu og Snæfelling á Snæfellsnesi. Einnig verður hestamannafélögum í Norðvesturkjördæmi boðin þátttaka í mótinu, þ.e. hestamannafélögum á Vestfjörðum, Húnavatnssýslum og Skagafirði.
 
Þá eiga 68 hross, sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði þátttökurétt á kynbótasýningu mótsins, en miðað er við eignarhlut að lágmarki 25%. Ákveðinn fjöldi efstu hrossa í hverjum flokki eiga þátttökurétt á mótinu líkt og á síðasta Landsmóti og er því ekki um einkunnalágmörk að ræða. 
 
Keppt verður í opnum flokki í tölti og kappreiðum og munu allir, hvaðan af landinu sem er, geta skráð sig til leiks. Að sögn Inga verður bryddað upp á nýjungum í kappreiðum, þar sem bætt verður við keppnisgreinum.
 
Hóflegur aðgangseyrir
 
Ingi segist vonast eftir um 2.000 gestum á Fjórðungsmót í ár en hóflegur aðgangseyrir verður á mótið. „Það mun kosta 2.500 kr. inn á mótið, sem er töluvert lægra en á fyrri mótum. Það verður til þess að fólk getur valið að koma t.d. aðeins einn dag án þess að borga voðalega hátt gjald fyrir,“ segir Ingi. 
 
Aðstaða fyrir gesti sé einnig góð, enda hefur gistimöguleikum fjölgað til muna í Borgarnesi að undanförnu ásamt annarri þjónustu. Þá verður sett upp tjaldstæði fyrir gesti Fjórðungsmótsins, á Kárastaðatúni, sem er við mótsvæðið. 
Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...