Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Matarsvindl í bókmenntasögunni
Fréttaskýring 13. október 2022

Matarsvindl í bókmenntasögunni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælasvindl hefur fylgt manninum frá upphafi, enda svikin sögð jafngömul versluninni sjálfri. Í afar áhugaverðum hlaðvarpsþætti Símons Majumdar af „Eat My Globe“ fjallar hann um sögu matvælasvika.

Hann rennir stoðum undir það að vernd almennings gegn matvælasvikum hafi verið ein af elstu formum stjórnvaldsreglugerða. Upphafleg viðmið formfestu viðskiptanna var að sameinast um staðlaðar mælieiningar. Hann kynnir nokkrar klausur úr fornbókmenntum til sögunnar máli sínu til stuðnings. Finna má vísbendingar um slíkt regluverk og viðurlög við brotum á þeim strax í Biblíunni, en í fimmtu Mósebók segir:

Þú skalt ekki hafa tvenns konar vogarsteina í poka þínum, léttan og þungan. Þú skalt ekki hafa tvenns konar efu í húsi þínu, langa og stutta. Þú skalt hafa nákvæma og rétta vogarsteina og þú skalt hafa nákvæma og rétta efu svo að þú lifir lengi í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér. Því að hver sem þetta gerir, sérhver svikari, er Drottni, Guði þínum, viðurstyggð.

Í ritum Kínverja má finna vísbendingar þess að verslunarmenn hafi haft umboðsmenn sem höfðu það hlutverk að stöðva framleiðslu á fölsuðum vörum. Á tímum Tang­keisaraveldisins mátti finna lagaklausu með leiðbeiningum um refsingar sem beita mátti þá sem uppvísir urðu að matvælasvindli:

Þegar þurrkað eða ferskt kjöt veldur því að menn verða veikir, skal brenna alla afgangana eins fljótt og auðið er. Hinn brotlegi skal hýddur 90 höggum.

Sá sem af ásettu ráði gefur eða selur öðrum kjötið skal vísað úr landi í eitt ár. Ef sá deyr, sem neytt hefur kjötsins, skal hinn brotlegi hengdur.

Fleiri áhugaverð dæmi um regluverk kringum matvælasvindl er að finna í bókmenntasögunni og rétt að mæla með hlustun þáttar Símons Majumdar sem nefnist „There is Death in the Pot“: The History of Food Fraud.

Skylt efni: Matvælasvindl

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...