Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gréta María Grétarsdóttir, fram­kvæmd­astjóri Krón­unnar.
Gréta María Grétarsdóttir, fram­kvæmd­astjóri Krón­unnar.
Fréttaskýring 20. ágúst 2019

Pólitík á ekki að ráða aðgengi að vöru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gréta María Grétarsdóttir, fram­kvæmd­astjóri Krón­unnar, segir ljóst að um skort á lambahryggjum hafi verið að ræða. „Við höfum ekki getað fengið það magn sem við höfum viljað í sölu og það hefur verið staðan í talsverðan tíma og vorum við fyrir löngu upplýst um stöðuna af okkar aðalbirgja.

Við eigum gott samstarf við hann og það lá fyrir snemma á þessu ári að við fengjum ekki það magn af íslenskum hryggjum sem við þurftum til að anna eftirspurn. Síðan hefur gott veður líka haft áhrif á eftirspurnina og þar með varð skorturinn meiri en gert var ráð fyrir.

Hún segir ekki hægt að alhæfa um hvort allar afurðastöðvarnar haldi að sér höndum þegar kemur að sölu ákveðinna afurða til að selja en ljóst að einhverjir voru að nýta sér skort á hryggjum til að koma minna vinsælum vörum í sölu. „Til dæmis þurftum við að kaupa tvö læri og tvo framparta af ákveðinni afurðastöð til að fá afgreidda hryggi og það eru vinnubrögð sem við erum ekki sátt við.“

Gréta segir að Krónan sé í viðskiptum við marga fram­leið­endur og reyni að kaupa af þeim vörur í samræmi við framboð en þau geti auðvitað ekki ráðið því hvort að þeir selji þeim eða ekki.

„Krónan hóf undirbúning innflutnings á hryggjum í kjölfar þess að landbúnaðarráðherra ætlaði að fella niður tolla af þeim. Markmið verslunarinnar er að þjónusta viðskiptavini okkar og ef það er skortur á vöru, hvort sem það er grænmeti eða kjöt, þá reynum við að finna sambærilega vöru þannig að viðskiptavinir geti haldið áfram að versla við okkur. En um leið og kom í ljós að það var magn til sem við gætum fengið þá tókum við þá ákvörðun að hætta við innflutning.“

Að sögn Grétu tók Krónan prufu af erlendum hryggjum frá innlendum heildsala en að þeir hafi ekki verið ætlaðir til sölu en að fyrir mistök hafi þeir verið settir fram í einni verslun.

Gréta segir líta uppákomuna sem varð vegna hryggjamálsins mjög alvarlegum augum. „Okkar hlutverk er að þjónusta viðskipta­vini, það að eiga vörur til þegar viðskiptavinir þurfa á vörunni að halda skiptir mestu máli. Pólitík á ekki að ráða því hvort viðskiptavinir geta gengið að vörum eða ekki. Það eru hagsmunir allra að eiga vörur til og þegar aðstæður eru þannig að skortur er á vöru er eðlilegt að heimila innflutning í stað þess að skortur sé.

Það er síðan enn alvarlegra ef þetta er einhver leikur til að reyna að ná upp verði eða til að selja aðra hluta lambsins, það eru við­skipta­hættir sem við sættum okkur ekki við.“

Gömul saga og ný
Fréttaskýring 24. mars 2025

Gömul saga og ný

Í niðurstöðum ráðuneytisstjórahóps matvælaráðuneytisins um fjárhagsvanda landbún...

Mikil þörf á afleysingafólki
Fréttaskýring 21. mars 2025

Mikil þörf á afleysingafólki

Mikil þörf er á fleira afleysingafólki fyrir bændur. Fáir virðast hafa afleysing...

Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja
Fréttaskýring 12. mars 2025

Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja

Dýraverndarsamtök Íslands telja að færa eigi stjórnsýslu dýravelferðar frá Matvæ...

Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega
Fréttaskýring 25. febrúar 2025

Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega

Dýrahræ og -leifar flokkast sem „aukaafurð dýra“ í regluverki úrgangsmála, sem e...

Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?
Fréttaskýring 10. febrúar 2025

Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?

Einu hveitimyllu landsins verður lokað á allra næstu vikum. Með því verða Íslend...

Bændur telja búgrein sína beitta misrétti innan stjórnsýslunnar
Fréttaskýring 5. febrúar 2025

Bændur telja búgrein sína beitta misrétti innan stjórnsýslunnar

Forsvarsmenn stærstu svínabúa landsins eiga í ágreiningi við hið opinbera vegna ...

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð
Fréttaskýring 17. janúar 2025

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð

Loftslagsbreytingar og þeir erfiðleikar sem þær valda fylla marga streitu og kví...

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver
Fréttaskýring 30. desember 2024

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver

Stefnt er að stofnun rekstrarfélags á næstunni utan um starfsemi á lífgas- og áb...