Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gréta María Grétarsdóttir, fram­kvæmd­astjóri Krón­unnar.
Gréta María Grétarsdóttir, fram­kvæmd­astjóri Krón­unnar.
Fréttaskýring 20. ágúst 2019

Pólitík á ekki að ráða aðgengi að vöru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gréta María Grétarsdóttir, fram­kvæmd­astjóri Krón­unnar, segir ljóst að um skort á lambahryggjum hafi verið að ræða. „Við höfum ekki getað fengið það magn sem við höfum viljað í sölu og það hefur verið staðan í talsverðan tíma og vorum við fyrir löngu upplýst um stöðuna af okkar aðalbirgja.

Við eigum gott samstarf við hann og það lá fyrir snemma á þessu ári að við fengjum ekki það magn af íslenskum hryggjum sem við þurftum til að anna eftirspurn. Síðan hefur gott veður líka haft áhrif á eftirspurnina og þar með varð skorturinn meiri en gert var ráð fyrir.

Hún segir ekki hægt að alhæfa um hvort allar afurðastöðvarnar haldi að sér höndum þegar kemur að sölu ákveðinna afurða til að selja en ljóst að einhverjir voru að nýta sér skort á hryggjum til að koma minna vinsælum vörum í sölu. „Til dæmis þurftum við að kaupa tvö læri og tvo framparta af ákveðinni afurðastöð til að fá afgreidda hryggi og það eru vinnubrögð sem við erum ekki sátt við.“

Gréta segir að Krónan sé í viðskiptum við marga fram­leið­endur og reyni að kaupa af þeim vörur í samræmi við framboð en þau geti auðvitað ekki ráðið því hvort að þeir selji þeim eða ekki.

„Krónan hóf undirbúning innflutnings á hryggjum í kjölfar þess að landbúnaðarráðherra ætlaði að fella niður tolla af þeim. Markmið verslunarinnar er að þjónusta viðskiptavini okkar og ef það er skortur á vöru, hvort sem það er grænmeti eða kjöt, þá reynum við að finna sambærilega vöru þannig að viðskiptavinir geti haldið áfram að versla við okkur. En um leið og kom í ljós að það var magn til sem við gætum fengið þá tókum við þá ákvörðun að hætta við innflutning.“

Að sögn Grétu tók Krónan prufu af erlendum hryggjum frá innlendum heildsala en að þeir hafi ekki verið ætlaðir til sölu en að fyrir mistök hafi þeir verið settir fram í einni verslun.

Gréta segir líta uppákomuna sem varð vegna hryggjamálsins mjög alvarlegum augum. „Okkar hlutverk er að þjónusta viðskipta­vini, það að eiga vörur til þegar viðskiptavinir þurfa á vörunni að halda skiptir mestu máli. Pólitík á ekki að ráða því hvort viðskiptavinir geta gengið að vörum eða ekki. Það eru hagsmunir allra að eiga vörur til og þegar aðstæður eru þannig að skortur er á vöru er eðlilegt að heimila innflutning í stað þess að skortur sé.

Það er síðan enn alvarlegra ef þetta er einhver leikur til að reyna að ná upp verði eða til að selja aðra hluta lambsins, það eru við­skipta­hættir sem við sættum okkur ekki við.“

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...

Rýnt í endurskinshæfni skóga
Fréttaskýring 24. maí 2024

Rýnt í endurskinshæfni skóga

Komið hefur fram í vísindagreinum að breyting á endurvarpi sólargeislunar gæti m...

Upprunamerki matvæla skipta máli
Fréttaskýring 7. maí 2024

Upprunamerki matvæla skipta máli

Þegar kemur að því að versla matvæli horfa neytendur mikið til upprunalands fram...

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...