Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hluti vörutegunda sem innkallaðar hafa verið.
Hluti vörutegunda sem innkallaðar hafa verið.
Fréttaskýring 22. október 2021

Vel á sjöunda hundrað tilkynninga í ESB um ólöglega notkun eiturefna í matvælum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þrátt fyrir mikið regluverk í matvælaiðnaði í Evrópu og umfangsmikið eftirlitskerfi berast stöðugt fréttir af matvælasvindli og notkun margvíslegra eiturefna í matvælum. Hafa ólögmæt eiturefni eins og etýlen oxíð verið notuð í þúsundir vörutegunda sem enn er verið að eltast við í Evrópu. Sumar þessara vörutegunda hafa verið í sölu á Íslandi, jafnvel lífrænar vörur.

Samkvæmt upplýsingum frá MAST eru opinberar tilkynningar um etýlen oxíð varnarefni sem ólöglegt hefur verið notað í matvælaiðnaði í Evrópu komnar upp í 679 frá því haustið 2020.
Upplýst hefur verið m.a. um notkun á sveppaeitri í matvælum sem inniheldur etýlen oxíð (ethylene oxide), en efnið er skilgreint sem krabbameinsvaldandi eiturefni með erfðabreytandi eiginleikum. Alþjóða heil­brigðismálastofnunin WHO lýsti áhyggjum yfir notkun á etýlen oxíði þegar árið 2003.

Samkvæmt upplýsingum sem MAST sendi Bændablaðinu þá hefur etýlen oxíð ekki bráða eiturvirkni, en efnið hefur erfðaeituráhrif (getur skaðað erfðaefnið) og getur því haft skaðleg áhrif á heilsu. Efnið er bannað að nota í matvælaiðnaði.

Fyrst greint frá menguðu sesamfræi frá Indlandi

Fréttir af afhjúpun á notkun ólöglegra efna í matvælum hafa verið áberandi á Evrópu á liðnum misserum. Hafa fréttirnar valdið miklu uppnámi í matvælageiranum víða í Evrópu.

Á vefsíðu Food Safety News segir m.a. að etýlen oxíð skandallinn sem fyrst var upplýst um í Belgíu varðandi innflutt sesamfræ frá Indlandi í september 2020 teygi anga sína víða inn í matvælaframleiðsluna.

Vörur með etýlen oxíð innihaldi eru sagðar hafa fundist í þúsundavís, bæði í hefðbundnum neysluvörum og líka í vörutegundum sem auglýstar eru sem lífrænar en með langan líftíma. Þar eru t.d. nefndar döðlur, kornvörur, súkkulaði, kex, brauð, hrökkbrauð, krydd og kringlur. Í þessum vörum var etýlen oxíð notað til að lengja líftíma með því að halda niðri örverumyndun og salmonellusmiti. Slík notkun á etýlen oxíði í matvælum er með öllu bönnuð í Evrópu en látin óátalin víða um heim.

Fannst líka í E410

Etýlen oxíð fannst svo líka í þykkingar- eða bindiefninu E410. Ekki kemur fram hvort mjöli úr sesamfræði hafi verið blandað í E410. Hins vegar sagði á vefsíðu Food Safety News þann 20. júlí síðastliðinn undir „Breaking news for everyone's consumption,“ að:

„Sérfræðingar sögðu að engin skýr viðmiðunarmörk hafi verið sett fyrir neytendur varðandi vörur sem innihalda aukefnið og vitað er að er mengað af etýlen oxíði. Þetta þýðir að matvæla- eða fóðurfyrirtæki sem hafa sett slíkar vörur á markað ESB þurfa að hætta dreifingu og innkalla þær.“

Innköllunarskylda sett á etýlen oxíð-mengað E410 bindiefni

Haldin var vefráðstefna um þessi mál með fulltrúum allra aðildarríkja Evrópusambandsins auk fulltrúa Noregs og Íslands dagana 29. júní, 30. júní og 13 júlí. Var fundurinn haldinn í því augnamiði að samræma aðgerðir gagnvart viðbrögðum við notkun etýlen oxíð í matvælum.

Í fundargerð segir m.a. að aðildarríki þessa samstarfs hafi komist að þeirri niðurstöðu að í samræmi við lagaákvæði í almennri matvælalöggjöf GFL væri staðan þessi:

„Fyrir þær vörur sem innihalda aukefnið E410 sem vitað er að er mengað af etýlen oxíð, þ.e. aukaefnið inniheldur etýlen oxíð í magni yfir viðmiði (Limit of Quantiation -LOQ eða 0,1 mg/kg sem kveðið er á í reglugerð 396/2005), er ekki hægt að skilgreina nein örugg mörk fyrir neytendur. Þar af leiðandi á hvaða stigi neytendur kunna að verða fyrir skaða. Það felur því í sér hugsanlega áhættu fyrir neytendur.

Þar af leiðandi er nauðsynlegt, til að tryggja hámarks heilsu­verndarsjónarmið, að matvæla- eða fóðurframleiðendur sem hafa sett slíkar vörur á markað ESB, skuli undir stjórn innlendra lögbærra yfirvalda, taka þær vörur til baka af markaði ESB, og innkalla þær til að koma í veg fyrir neyslu.“

E410 notað í íslenskri matvælaframleiðslu

Við lauslega athugun Bændablaðsins er ljóst að bindiefnið E410 er notað í fjölda matvæla sem hér eru á boðstólum og meðal annars í brauðskinku og bacon og fjölda sósutegunda sem hér er framleiddar. Í ljósi erlendra frétta var ítrekað send fyrirspurn til MAST um hvort öruggt sé að E410 sem hér er notað í matvælaframleiðslu innihaldi ekki etýlen oxíð. Í svarinu segir að Matvælastofnun hafi ekki látið mæla etýlene oxíð í matvörum sem innihalda E 410. Þar segir einnig:

„Fyrirtækin voru kvött til að athuga sína vörur m.t.t. E 410 og láta rannsaka til að vera viss um matvælaöryggið. Heilbrigðiseftirlitð sem er með markaðseftirlit gengur eftir því við eftirlitsskoðanir.”

30 innkallanir á Íslandi

Ísland tekur þátt í að innkalla þessa vörur og hafa 30 tilkynningar borist um matvæli sem eru innkölluð og hafa komið til Íslands. Ísland hefur tilkynnt eina vöru sem greinist ethylene oxíð í hráefni sem notað var í töflur með fæðubótarefni. Ekki hafa allar vörurnar sem eru innkallaðar komið til Íslands eða náð því að fara á markað.

Ísland er aðili að Evrópska hraðviðvörunarkerfi RASFF (rapid alert system of food and feed). Kerfið tengist inn í önnur viðvörunarkerfi í heiminum eins og INFOSAN (The International Food Safety Authorities Network (INFOSAN) is a global network of 186 national food safety authorities).

Mögulega í þúsundum vörutegunda

Fréttir hafa borist af matvörum sem rannsakaðar hafa verið og innihaldið allt að þúsund sinum meira af etýlen oxíði en talið er heilsufarslega ásættanlegt. Í franska vikublaðinu Le Point er greint frá því að yfir 7.000 vörutegundir sem innihaldi etýlen oxíð hafi verið innkallaðar í landinu. Þetta kemur líka fram á vefsíðu Food Watch, en þar segir að önnur ríki Evrópusambandsins hafi ekki gripið til svo viðamikilla innkallana.

Í sumum ESB löndum hafi svo engar ráðstafanir verið gerðar til að bregðast við vandanum. Virðist sem Frakkland sé eina landið innan ESB sem farið hefur að fullu eftir reglum sambandsins um leyfilegt innihald snefilefna í matvælum eins og etýlen oxíð.

Ís, gerjaðar mjólkurvörur, ostar, kjötvörur, kex, hrökkbrauð og morgunkorn

Þrátt fyrir að etýlen oxíð sé á bannlista yfir íblöndunarefni í matvæli, hefur það samt verið að finna í þykkingarefni sem mikið er notað í ísgerð, m.a. hjá Nestlé, Mondelez og Picard, morgunkorni, kjötvörum, sæl­­gæti, gerjuðum mjólkurvörum og ostum.

Yfir 60 ístegundir innkallaðar í Frakklandi

Yfir 60 vinsælar ístegundir sem seldar eru í Frakklandi hafa verið innkallaðar vegna þess að þær geta innihaldið mikið magn af eitruðu efni. Ísinn var seldur undir vörumerkjunum Auchan, Carrefour, Netto, Picard og Extrême, en greint var frá þessu á fréttasíðu The Connexion í Frakklandi. Var etýlen oxíð notað í ísinn til að drepa bakteríur. Vísaði fréttamiðillinn síðan í langan lista franskra yfirvalda yfir vöruflokka sem talið er að geti innihaldið etýlen oxíð.

Framkvæmdastjórn ESB ákvað að fara að ráði Frakka og fylgja eigin reglum

Eftir margs konar umræður á vettvangi Evrópusambandsins um hvort fylgja ætti reglugerðinni til hins ýtrasta, eins og gerðist í Frakklandi, gaf framkvæmdastjórn ESB út tilkynningu um málið þann 16. júlí síðastliðinn. Þar segir að öll aðildarríkin verða að ábyrgjast heilsuöryggi Evrópubúa og innkalla allar vörur sem hafa orðið fyrir áhrifum etýlen oxíð mengunar, þar með talið þær vörur sem innihalda mengað bindiefni E410 sem oft er notað í ís.

Glæpsamleg notkun sem getur stóraukið gróða framleiðenda

Fjöldi funda hefur verið haldinn um þessi mál á meðal yfirvalda í Evrópu, en enn virðist ekkert lát á ólöglegri notkun á etýlen oxíði. Notkun snýst um peninga og glæpsamlegar leiðir til að auka endingu á neysluvörum í hillum verslana. Slíkir hagsmunir geta verið mjög sterkir og teygt anga víða. Sem dæmi þá sögðust Belgía og Danmörk ætla að fylgja aðgerðum ESB eftir, en lýstu um leið yfir áhyggjum með beitingu á kerfisbundnum innköllunum á öllum matvælum sem eru framleidd með hráefni yfir lögbundnu hámarksinnihaldi. Báðar þjóðirnar höfðu áhyggjur af þeim mörkum sem sett eru á notkun etýlen oxíð og töldu að þau væru ekki í samræmi við evrópskar reglugerðir um eftirfylgni hugsanlega mengaðra matvæla og fóðurs. Virðist því vera ósamræmi í framkvæmd aðgerða á milli landa ESB. Umræða kom líka upp um að stöðva innköllun á vörum sem innihéldu minna en 0,02 milligrömm af etýlen oxíði í hverju kílógrammi af vörum sem framleiddar voru fyrir 14. júní 2021.

Locust bean gum
– E410 –

E410 er einnig nefnt „Locust bean gum - arob gum, - carob bean gum, carobin eða karagúmmí.

E410 eða Locust bean gum, er unnið úr fræjum carob trésins sem algengt er við Miðjarðarhaf. Baunirnar hafa sætubragð og þegar þær eru muldar í duft hafa þær oft verið notaðar sem íblöndunarefni og sem sætuefni í súkkulaði. Á árinu 2016 kom um 75% framleiðslunnar frá Portúgal, Ítalíu og Marokkó.

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver
Fréttaskýring 30. desember 2024

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver

Stefnt er að stofnun rekstrarfélags á næstunni utan um starfsemi á lífgas- og áb...

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...