Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá viðburðinum á Bessastöðum í dag. Helena, Knútur Rafn og Guðni Th.
Frá viðburðinum á Bessastöðum í dag. Helena, Knútur Rafn og Guðni Th.
Mynd / Skjáskot
Fréttir 7. janúar 2021

Friðheimar er fyrirmyndarfyrirtæki Ábyrgrar ferðaþjónustu

Höfundur: smh

Í dag, á degi Ábyrgrar ferðaþjónustu, veitti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands garðyrkjubýlinu og hestamiðstöðinni Friðheimum í Reykholti hvatningarverðlaun Ábyrgrar ferðaþjónustu.

Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar allan ársins hring í raflýstum gróðurhúsum og tekur fjölskyldan á móti gestum og sýnir þeim hvernig ræktunin gengur fyrir sig og gefur að smakka. Þá er boðið upp á hestasýningar í Friðheimum, en þar er einnig stunduð hrossarækt. Það eru hjónin Knútur Rafn Ármann búfræðingur og Helena Hermundardóttir garðyrkjufræðingur sem reka Friðheima ásamt fjölskyldu sinni.

 Í rökstuðningi dómnefndar segir að Friðheimar sé fjölskyldufyrirtæki sem hafi vaxið og dafnað í gegnum árin með það að markmiði að ganga vel um og virða náttúruna. „Umhverfismál eru eigendum hugleikin, þau hafa verið í hvatningaverkefninu Ábyrg ferðaþjónusta frá upphafi. Þá er fyrirtækið með bronsvottun Vakans og stefna þau ótrauð á gullið.

Fyrirtækið leggur mikla áherslu á réttindi starfsfólk. Nýliðaþjálfun og fræðsla er til fyrirmyndar enda er starfsfólk hjarta fyrirtækisins eins og þau segja sjálf. Á ný liðnu ári var lögð áhersla á að halda öllu starfsfólki og byggja upp sterka innviði fyrir bjartari tíma.

Á Friðheimum er lögð áhersla á stuðning við nærsamfélagið m.a. með því að versla í héraði auk þess sem að allir gestir eru upplýstir um ylrækt á Íslandi og þá merku sögu sem svæðið hefur að geyma. Fyrirtækið leggur áherslu á nýsköpun og tileinkar sér umhverfisvænar lausnir, má þar nefna aðferðir til að minnka matarsóun og lágmarka kolefnisspor.

Friðheimar eru lifandi dæmi um hvernig íslenskt hugvit þar sem landsins gæði geta orðið til þess að skapa einstaka upplifun í ferðaþjónustu. Upplifun sem tengir saman marga þætti og styður við þá hugsun að nýta landið á sjálfbæran hátt, fræða, skapa, upplifa og vinna saman að því að bæta umhverfi og samfélag.

Dómnefnd vill jafnframt koma því á framfæri að tilnefningar að þessu sinni voru mjög frambærilegar og vel rökstuddar. Það væri greinilegt að mörg fyrirtæki eru að standa sig frábærlega, svo eftir því er tekið. Af þeim sökum var val dómnefndar alls ekki einfalt. Það var þó einróma niðurstaða dómnefndarinnar, þegar allir þættir voru teknir saman, að Friðheimar séu vel að þessum hvatningarverðlaunum komin.

Uppbyggingin á Friðheimum getur verið okkur öllum innblástur um hvað hægt er að gera með íslenskt hugvit og íslenskt hráefni í höndunum og ábyrga ferðaþjónustu að leiðarljósi.“

Verkefninu um Ábyrga ferðaþjónustu hefur verið haldið úti frá 10.janúar 2017 en hátt í 200 fyrirtæki um allt land taka virkan  þátt í verkefninu í gegnum fræðslufundi, vinnustofur og viðburði. Framkvæmdaaðilar eru Íslenski ferðaklasinn og Samtök ferðaþjónustunnar í samstarfi við FESTU, félag um samfélagsábyrgð.

 

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...