Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mynd / Hafrannsóknastofun.
Mynd / Hafrannsóknastofun.
Fréttir 3. febrúar 2020

Fundu ekki nýtanleg ígulkeramið í Ísafjarðardjúpi en víða í Húnaflóa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér tvær skýrslur um skollakopp sem gera grein fyrir niðurstöðum könnunar á ígulkeramiðum í Ísafjarðardjúpi og Húnaflóa með ígulkeraplóg.

Niðurstöður leiddu í ljós að engin nýtanleg ígulkeramið eru á þeim svæðum sem skoðuð voru í Ísafjarðardjúpi en skollakoppur fannst víða í Húnaflóa. Á því svæði sem þéttleiki skollakopps var mestur voru ígulkerin yfirleitt smá og undir löndunarstærð en auk þess var mikið af kóralþörungi á svæðinu.

Á öðrum svæðum þar sem skollakoppur var í veiðanlegu magni var minna magn kóralþörunga, en þeir greindust á fjórum af þeim tíu stöðvum sem voru skoðaðar.

Þess má geta að greinóttir kóralþörungar mynda afar viðkvæm og fjölbreytileg búsvæði með hátt verndargildi. Þau eru talin mikilvæg fyrir ungviði nytjastofna og ætti því ekki að stunda plógveiðar á þeim.

Þórishólmi ehf. stóð fyrir leið­öngrunum en um borð var eftirlitsmaður frá Fiskistofu sem sá um skráningu á afla og myndatöku. Tíu stöðvar voru skoðaðar á hverju svæði. 

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...