Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mynd / Hafrannsóknastofun.
Mynd / Hafrannsóknastofun.
Fréttir 3. febrúar 2020

Fundu ekki nýtanleg ígulkeramið í Ísafjarðardjúpi en víða í Húnaflóa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér tvær skýrslur um skollakopp sem gera grein fyrir niðurstöðum könnunar á ígulkeramiðum í Ísafjarðardjúpi og Húnaflóa með ígulkeraplóg.

Niðurstöður leiddu í ljós að engin nýtanleg ígulkeramið eru á þeim svæðum sem skoðuð voru í Ísafjarðardjúpi en skollakoppur fannst víða í Húnaflóa. Á því svæði sem þéttleiki skollakopps var mestur voru ígulkerin yfirleitt smá og undir löndunarstærð en auk þess var mikið af kóralþörungi á svæðinu.

Á öðrum svæðum þar sem skollakoppur var í veiðanlegu magni var minna magn kóralþörunga, en þeir greindust á fjórum af þeim tíu stöðvum sem voru skoðaðar.

Þess má geta að greinóttir kóralþörungar mynda afar viðkvæm og fjölbreytileg búsvæði með hátt verndargildi. Þau eru talin mikilvæg fyrir ungviði nytjastofna og ætti því ekki að stunda plógveiðar á þeim.

Þórishólmi ehf. stóð fyrir leið­öngrunum en um borð var eftirlitsmaður frá Fiskistofu sem sá um skráningu á afla og myndatöku. Tíu stöðvar voru skoðaðar á hverju svæði. 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...