Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Ein af myndunum sem var sýnd á íbúafundinum en á henni sést skipulagssvæðið og hvernig það skiptist niður eftir eðli starfseminnar.
Ein af myndunum sem var sýnd á íbúafundinum en á henni sést skipulagssvæðið og hvernig það skiptist niður eftir eðli starfseminnar.
Mynd / mhh
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

Fyrirtækið Steinar Resort ehf. stefnir að því að byggja upp fjölbreytta ferðaþjónustu á jörðinni Ásmúlaseli, Ásmúla 1B og Ásmúla 1C skammt frá þéttbýli Hellu í Rangárþingi ytra.

Sveitarstjórn Ásahrepps bauð til opins kynningarfundar fimmtudagskvöldið 3. október þar sem fjölmargir íbúar mættu til að hlusta á kynningu á verkefninu. Mikil andstaða kom fram við hugmyndina á fundinum og ekki síst höfðu íbúar miklar áhyggjur af mikilli umferð í kringum starfsemina á sama tíma og fjölmörg hrossaræktarbú eru í næsta nágrenni við fyrirhugaða uppbyggingu.

Gert er ráð fyrir áfangaskiptri uppbyggingu og að uppbygging hefjist sumarið 2026. Borað verður eftir vatni innan svæðisins. Um áttatíu starfsmenn munu verða ráðnir til að sinna rekstrinum og er gert ráð fyrir allt að 55 starfsmannaíbúðum innan svæðisins, þar sem föst búseta verður heimiluð.

Steinar Resort ehf. vinnur að sambærilegu verkefni undir Eyjafjöllum á bænum Steinar 1. Þar er gert ráð fyrir uppbyggingu á svipaðri ferðamannaaðstöðu þar sem gert er ráð fyrir um 200 herbergja hóteli við þjóðveginn. Ekki kom fram á fundinum hver kostnaður við verkefnið er.

Skylt efni: Ásahreppur

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...