Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tölvumynd af framtíðarleikvangi knattspyrnufélagsins Forest Green Rovers FC í enska bænum Stroud.
Tölvumynd af framtíðarleikvangi knattspyrnufélagsins Forest Green Rovers FC í enska bænum Stroud.
Mynd / Zaha Hadid Architects
Fréttir 3. febrúar 2017

Fyrsti fótboltaleikvangur heims sem unninn er úr nytjum skógarins

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Arkitektastofan Zaha Hadid Architects bar sigur úr býtum í samkeppni um nýjan fótboltaleikvang Forest Green Rovers FC í enska bænum Stroud. Það er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að hann verður unninn úr nytjum skógarins og hefur byggingin þar af leiðandi lágt kolefnisspor og mun fullbyggður kallast sjálfbær leikvangur úr tré. 
 
Zaha Hadid Architects eru meðal annars þekkt fyrir að vinna með lífræn form þegar þeir hanna nýjar byggingar. Því fannst þeim tilvalið að vinna með tré sem aðalhráefni fyrir fótboltafélagið sem hefur í lengri tíma gert út á sjálfbærni meðal annars með því að bjóða upp á grænmetisfæði fyrir leikmenn sína og áhangendur. 
 
Tré er áhugavert byggingarefni að mati arkitektastofunnar, vegna lágs koltvísýringsspors þess, því um þrír fjórðu hlutar af kolefnislosun leikvangsins kemur frá byggingarefni hans. Að kröfu forsvarsmanna Forest Green Rovers FC verður efniviðurinn í leikvanginum að koma frá viðurkenndu sjálfbæru skógarlandsvæði. Arkitektastofan hefur einnig valið tré vegna þess hversu slitsterkt efni það er og fagurt. Hér verður einnig unnið út frá því að áhorfendastæði og gólf verði úr tré sem er vanalega smíðað úr steypu eða stáli. 
 
Leikvangurinn, sem mun rúma 5 þúsund áhorfendur, verður kolefnishlutlaus fyrir um 40 hektara stórt svæði í kring sem mun hýsa vistfræðilegan skemmtigarð. Svæðið á að þjóna gestum sínum sem íþrótta- og tómstundagarður sem leggur áherslu á græna tækni og sjálfbærni. 
Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...