Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tölvumynd af framtíðarleikvangi knattspyrnufélagsins Forest Green Rovers FC í enska bænum Stroud.
Tölvumynd af framtíðarleikvangi knattspyrnufélagsins Forest Green Rovers FC í enska bænum Stroud.
Mynd / Zaha Hadid Architects
Fréttir 3. febrúar 2017

Fyrsti fótboltaleikvangur heims sem unninn er úr nytjum skógarins

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Arkitektastofan Zaha Hadid Architects bar sigur úr býtum í samkeppni um nýjan fótboltaleikvang Forest Green Rovers FC í enska bænum Stroud. Það er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að hann verður unninn úr nytjum skógarins og hefur byggingin þar af leiðandi lágt kolefnisspor og mun fullbyggður kallast sjálfbær leikvangur úr tré. 
 
Zaha Hadid Architects eru meðal annars þekkt fyrir að vinna með lífræn form þegar þeir hanna nýjar byggingar. Því fannst þeim tilvalið að vinna með tré sem aðalhráefni fyrir fótboltafélagið sem hefur í lengri tíma gert út á sjálfbærni meðal annars með því að bjóða upp á grænmetisfæði fyrir leikmenn sína og áhangendur. 
 
Tré er áhugavert byggingarefni að mati arkitektastofunnar, vegna lágs koltvísýringsspors þess, því um þrír fjórðu hlutar af kolefnislosun leikvangsins kemur frá byggingarefni hans. Að kröfu forsvarsmanna Forest Green Rovers FC verður efniviðurinn í leikvanginum að koma frá viðurkenndu sjálfbæru skógarlandsvæði. Arkitektastofan hefur einnig valið tré vegna þess hversu slitsterkt efni það er og fagurt. Hér verður einnig unnið út frá því að áhorfendastæði og gólf verði úr tré sem er vanalega smíðað úr steypu eða stáli. 
 
Leikvangurinn, sem mun rúma 5 þúsund áhorfendur, verður kolefnishlutlaus fyrir um 40 hektara stórt svæði í kring sem mun hýsa vistfræðilegan skemmtigarð. Svæðið á að þjóna gestum sínum sem íþrótta- og tómstundagarður sem leggur áherslu á græna tækni og sjálfbærni. 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...