Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Mörgum bændum gekk erfiðlega að dreifa gallaða áburðinum.
Mörgum bændum gekk erfiðlega að dreifa gallaða áburðinum.
Fréttir 19. október 2023

Gallaður Sprettsáburður

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Gallaður áburður frá Skeljungi, úr vörulínu Spretts, fór í dreifingu í vor. Um 3.000 pokar með slíkum áburði var dreift á Suður- og Vesturlandi. Bændur eru óánægðir með þær bætur sem bjóðast.

Skeljungur virðist ætla að fara þá leið að semja við hvern og einn sérstaklega. Um tvenns konar galla er að ræða; annars vegar er galli í sjálfum áburðinum, áferðinni sem reyndist vera kögglakennd og gerði það að verkum að erfitt gat verið að dreifa honum. Hinn gallinn snýr að pokunum sem notaðir voru undir Spretts OEN áburð, en á þeim voru glufur þar sem regnvatn átti greiða leið inn í sekkina í rigningartíð fyrri part sumars.

Katarínus Jón Jónsson í Gröf.

Katarínus Jón Jónsson í Gröf er einn þeirra bænda í Dölum sem fengu gallaða áburðinn. „Áburðurinn kom blautur úr pokum og kögglaður – og mikið ryk í honum. Við fengum fá svör í allt sumar varðandi mögulegar bætur, aðeins að þetta væri í vinnslu. Svo núna þremur dögum fyrir eindaga þá fæ ég allt í einu kredit-reikning. Mér sýnist að okkur standi til boða um 16 prósenta afsláttur af heildarverði og inni í þeirri upphæð eru bætur vegna vinnunnar við að koma áburðinum á túnin,“ segir Katarínus, sem þykir boð Skeljungs vera fyrir neðan allar hellur.

„Þeir bændur sem ég hef haft samband við eru ósáttir með viðbrögð og bætur sem Skeljungur býður. Sýnist fyrirtækið ætla að semja við hvern og einn og reyna þannig að kæfa þetta sem mest. Svo bæta þeir bara þann áburð sem var harður, en ekki OEN tegundir eða N27 þó það hafi verið gallaðar vörur líka,“ bætir hann við.

Ófullnægjandi afhending á köfnunarefnisgjafa

Í tölvupósti frá Önnu Berglindi Halldórsdóttur, sölumanni Skeljungs, til bænda á Vesturlandi eru ástæður fyrir hinum gallaða áburði útskýrðar. Þar segir að ljóst sé að um ófullnægjandi afhendingu hafi verið að ræða á köfnunarefnisgjafa. Framleiðandinn hafi viðurkennt að hafa lent í basli með kaup á köfnunarefni vegna þess að á tímabili lokuðust öll viðskipti til Rússlands og fóru þá leið að kaupa einn farm af framleiðanda sem hann hafði aldrei áður átt í viðskiptum við. Þetta köfnunarefni hafi verið afgreitt of heitt í þetta skiptið og þegar það fór ofan í kalt skipið hafi myndast raki í því. Það hafi svo verið notað sem hráefni í tví- og þrígildar tegundir.

Engar grunsemdir hafi vaknað í framleiðsluferlinu, en síðar hafi orðið ljóst að úr því að þessi raki myndaðist verður samloðun efnisins og harkan í korninu lítil.

Áburðinum var skipað upp í Þorlákshöfn og á Grundartanga. Í póstinum kemur fram að sá sem fór á Grundartanga hafi verið mun verri. Mikil kögglamyndun hafi orðið í rakanum neðst í skipinu.

Afleiðingin hafi verið sú að mörgum gekk erfiðlega að dreifa áburðinum og kalkið sat gjarnan eftir í dreifaranum. Teknar hafi verið prufur úr áburðinum og komið hafi í ljós að öll tilskilin næringarefni hafi verið til staðar. Svikin hafi ekki verið í sjálfum efnunum heldur í dreifigæðunum. Í póstinum er einnig fjallað um gallann í pokunum sem notaðir voru undir OEN áburð. Þar segir að gallinn hafi ekki komið í ljós í byrjun, en hafi afhjúpast þegar leið á júnímánuð í mikilli rigningartíð.

Lagði til að bændur fengju fullar bætur

Anna Berglind segist hafa talað fyrir því hjá ráðamönnum Skeljungs að bændur fengju 100 prósent endurgreiðslu á þeim sekkjum sem eitthvað voru gallaðir, en ekki fengið hljómgrunn fyrir því. Katarínus segir að bændur hafi leitað til lögfræðings Bændasamtaka Íslands um liðsinni í samskiptum við Skeljung um frekari bætur og hvetur aðra bændur í sömu stöðu til að hafa samband við samtökin.

Í svari Þórðar Guðjónssonar, forstjóra Skeljungs, við fyrirspurn blaðamanns, segir að frá því að Skeljungur byrjaði að selja Sprett árið 2004 hafi fyrirtækið aldrei lent í slíkum gæðavandamálum. „Við hörmum þetta mjög og erum að reyna að koma til móts við bændur eins vel og nokkur kostur er á. En þar sem megnið af þessum áburði var notaður á túnin var ómögulegt að sækja skaðabætur í gegnum tryggingar.

Því fórum við þá leið að meta tjónið út frá auknu vinnuálagi við að nota áburðinn og er Skeljungur að endurgreiða til þeirra sem lentu í þessu um 40 milljónir nú í október. Ásamt því að endurgreiða þá sekki sem ekki voru notaðir,“ segir Þórðu

Skylt efni: áburður

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...