Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Svín sem notuð eru við rannsóknir á millitegundaígræðslum eru séralin.
Svín sem notuð eru við rannsóknir á millitegundaígræðslum eru séralin.
Fréttir 30. maí 2022

Genabreytt svínshjarta sem grætt var í sjúkling reyndist vera sýkt af svínaveiru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrr á þessu ári var grætt genabreytt svínshjarta í Banda­ríkjamann sem þjáðist af ólækn­andi hjartasjúkdómi. Aðgerðin sem slík tókst vonum framar en nú hefur komið í ljós að ígrædda svínshjartað var sýkt af svínaflensu og hjartaþeginn látinn tveimur mánuðum síðar.

Aðgerðin, sem var framkvæmd á vegum University of Maryland School of Medicine, þótti marka tímamót og vera stórt skref fram á við í rannsóknum og framkvæmd á millitegunda­líffæragjafa. Sjúkling­urinn sem um ræðir var við dauðans dyr þegar hann undirgekkst hjarta­aðgerð í janúar síðastliðnum.

Dældi blóði af krafti

Nokkrum dögum eftir að hjarta sjúklingsins var skipt út fyrir svínshjartað virtist allt í lukkunnar velstandi og hjartaþeginn sat uppi í rúmi sínu. Mælingar sýndu að hjartað dældi blóði af krafti um líkamann og vann eins og hjarta rokkstjörnu í góðu líkamlegu formi. Rúmum mánuði eftir aðgerð­ina fór að halla undan fæti hjá hjarta­þeganum og tveimur mánuðum eftir aðgerðina var hann látinn. Í yfirlýsingu sem Maryland School of Medicine sendi frá sér vegna andlátsins í mars síðastliðinn sagði talsmaður háskólans að engin augljós orsök væri tilgreind fyrir andlátinu og að beðið væri frekari niðurstaðna rannsókna því tengdu.

Hjartað sýkt

Núna hefur komið í ljós að svínshjartað sem notað var við ígræðsluna var sýkt af svokallaðri svínacýtómegalóveiru og að með aðgát hefði verið hægt að koma í veg fyrir sýkingu og dauða sjúklingsins af hennar völdum.

Líffærasvín

Svín sem notuð eru við rannsóknir á millitegundaígræðslum eru séralin og eiga því að vera laus við vírusa. Líftæknifyrirtækið Revivicor, sem ól svínið, hefur neitað að tjá sig um málið og ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna þess.

Sérfræðingar á sviði milliteg­unda­ígræðslu segja að þrátt fyrir dauða sjúklingsins af völdum veirunnar hafi aðgerðin gengið vel og að í framtíðinni ætti að vera hægt að koma í veg fyrir sýkingar af þessu tagi.

Helsta hindrunin fyrir líffæra­ígræðslu úr dýrum í menn er ónæmis­kerfi mannsins sem ræðst á framandi frumur í ferli sem kallast höfnun. Til að forðast höfnun hafa líftæknifyrirtæki verið að þróa svín þar sem búið er að fjarlægja sum gen og bæta öðrum við til að draga úr hættu á höfnun.

Tilraunir á heiladauðu fólki

Rannsóknir með millitegunda­ígræðslur hafa aukist talsvert síðustu árin og hafa meðal annars verið gerðar tilraunir með að græða lifur, nýru og hjarta úr bavíönum og svínum í heiladautt fólk.

Veirur geta stökkbreyst í nýjum hýsli

Þeir sem lengst hafa gengið í að gagnrýna aðgerðir af þessu tagi segja að með milliteg­undaígræðslum skapist mögu­leikar á að hættulegir vírusar berist milli tegunda og stökkbreytist í
nýja hýslinum.

Þeir geti síðan borist með heilbrigðisstarfsfólki út í samfélagið og valdið faraldri.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...