Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lagt er til í frumvarpi sjávarútvegs­ráðherra að grásleppuveiðar verði kvótasettar.Mynd / VH.
Lagt er til í frumvarpi sjávarútvegs­ráðherra að grásleppuveiðar verði kvótasettar.Mynd / VH.
Fréttir 9. ágúst 2019

Grásleppa sett í kvóta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða hvað varðar veiðistjórnun á grásleppu.

Lagt er til að horfið verði frá núverandi stjórnun veiða- og dagatakmörkunum og tekin upp stýring með aflamarki. Aflahlutdeild verði úthlutað á bát samkvæmt veiðireynslu leyfis sem á þeim eru, en ekki báts eins og kveður á um í lögum um stjórn fiskveiða. 

Í frumvarpsdrögunum er lagt til að aflaheimildum á grásleppu verði úthlutað til allra báta sem eru með rétt til veiða á grásleppu samkvæmt gildandi lögum. Miðað er við að viðmiðunartími við úthlutun kvóta verði þrjú bestu árin á veiðitímabilinu 2013 til og með 2018.

Markmið lagasetningarnar er að ná fram hagkvæmari og mark­vissari veiðistjórnun án þess að raska megineinkennum núverandi veiði­fyrirkomulags. Það er vilji stjórn­valda að gefa þeim sem stunda grásleppuveiðar tækifæri til að ná fram frekari hagkvæmni í veiðunum og meiri ákvörðunarrétt um hvenær þeir stunda veiðarnar. Til að ná fram þeim markmiðum eru lagðar til þær lagabreytingar sem getur að líta í frumvarpinu.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að þegar kostir og gallar núverandi veiðistjórnunar eru metnir er ljóst að með því að breyta stjórnun grásleppuveiða má ná fram markvissari og hagkvæmari veiðistjórnun. Reynslan hefur sýnt að aflahlutdeildakerfi með framseljanlegum aflaheimildum leiðir til hagkvæmari veiða fyrir útgerðir. Útgerðir leitast við að veiða úthlutað aflamark eða framselja það sem þeir ekki veiða.

Útgerðir munu hafa meiri sveigjanleika í grásleppuútgerð og ákvörðun um það hvenær þeir fara á sjó og dagafjölda á sjó verður í þeirra höndum. Hægt verður að draga upp net vegna brælu eða meðafla og kostnaður við tæknilegt eftirlit mun minnka og mögulegt að auka í staðinn eftirlit með meðafla.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...