Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lagt er til í frumvarpi sjávarútvegs­ráðherra að grásleppuveiðar verði kvótasettar.Mynd / VH.
Lagt er til í frumvarpi sjávarútvegs­ráðherra að grásleppuveiðar verði kvótasettar.Mynd / VH.
Fréttir 9. ágúst 2019

Grásleppa sett í kvóta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða hvað varðar veiðistjórnun á grásleppu.

Lagt er til að horfið verði frá núverandi stjórnun veiða- og dagatakmörkunum og tekin upp stýring með aflamarki. Aflahlutdeild verði úthlutað á bát samkvæmt veiðireynslu leyfis sem á þeim eru, en ekki báts eins og kveður á um í lögum um stjórn fiskveiða. 

Í frumvarpsdrögunum er lagt til að aflaheimildum á grásleppu verði úthlutað til allra báta sem eru með rétt til veiða á grásleppu samkvæmt gildandi lögum. Miðað er við að viðmiðunartími við úthlutun kvóta verði þrjú bestu árin á veiðitímabilinu 2013 til og með 2018.

Markmið lagasetningarnar er að ná fram hagkvæmari og mark­vissari veiðistjórnun án þess að raska megineinkennum núverandi veiði­fyrirkomulags. Það er vilji stjórn­valda að gefa þeim sem stunda grásleppuveiðar tækifæri til að ná fram frekari hagkvæmni í veiðunum og meiri ákvörðunarrétt um hvenær þeir stunda veiðarnar. Til að ná fram þeim markmiðum eru lagðar til þær lagabreytingar sem getur að líta í frumvarpinu.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að þegar kostir og gallar núverandi veiðistjórnunar eru metnir er ljóst að með því að breyta stjórnun grásleppuveiða má ná fram markvissari og hagkvæmari veiðistjórnun. Reynslan hefur sýnt að aflahlutdeildakerfi með framseljanlegum aflaheimildum leiðir til hagkvæmari veiða fyrir útgerðir. Útgerðir leitast við að veiða úthlutað aflamark eða framselja það sem þeir ekki veiða.

Útgerðir munu hafa meiri sveigjanleika í grásleppuútgerð og ákvörðun um það hvenær þeir fara á sjó og dagafjölda á sjó verður í þeirra höndum. Hægt verður að draga upp net vegna brælu eða meðafla og kostnaður við tæknilegt eftirlit mun minnka og mögulegt að auka í staðinn eftirlit með meðafla.

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...