Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hans konunglega hátign Karl  Bretaprins.
Hans konunglega hátign Karl Bretaprins.
Fréttir 2. janúar 2018

Gróðureyðingin á hásléttunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Karl Bretaprins hefur skorað á fyrirtæki heims að undirrita Cerrado stefnuyfirlýsinguna sem felur í sér vilja til að vernda náttúrulega mikilvæg svæði á heimsvísu.

Eyðing regnskóga Amason­svæðisins er kunnuglegt stef sem hefur verið umfjöllunarefni náttúruverndunarsinna síðustu þrjá áratugi. Í dag er þorri almennings meðvitaður um hætturnar sem skógareyðingin veldur.

Ein ástæða þess að dregið hefur úr skógareyðingu í Brasilíu er að sú að hluti þeirra fyrirtækja sem áður stóðu fyrir skógareyðingunni hafa flutt starfsemi sína yfir á graslendi og sléttur landsins. 

Áhyggju umverfisverndunarsinna í dag beinast að þeirri staðreynd að til að draga úr eyðingu regnskóganna vegna framleiðslu á soja og nautakjöti hafa framleiðendurnir flutt sig yfir á minna nýtt náttúrulegt graslendi. Talið er að náttúrulegt graslendi í Brasilíu þeki um tvo milljón ferkílómetra lands.
Prinsinn af Wales ítrekaði fyrir skömmu að alvarleika málsins og benti á að náttúrulegum gresjum um allan stafaði hætta af aukinni ræktun og þyrfti á aukinni vernd að halda.

Þrátt fyrir að vistkerfi gresja hafi ekki verið jafn mikið í umræðunni og vistkerfi regnskóganna undanfarin ár er það engu minna mikilvægt. Fjölbreytni dýra og plantna á gresjum er mikil og þær eru ekki síst mikilvægar fyrir það hversu vel þær binda koltvísýring.

Í dag hafa 23 stórfyrirtæki skrifað undir Cerrado yfirlýsinguna. Þar á meðal eru Walmart, Marks & Spencer, Sainsbury’s, Carrefour, McDonald’s, Nando’s, Nestle og L’Oreal.

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...