Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Nautgripafóður hjá SS helst óbreytt fram í september 2025, en verð á kúafóðri hefur verið óbreytt hjá fyrirtækinu frá því í september 2023.
Nautgripafóður hjá SS helst óbreytt fram í september 2025, en verð á kúafóðri hefur verið óbreytt hjá fyrirtækinu frá því í september 2023.
Mynd / Bbl
Fréttir 25. febrúar 2025

Hækkanir á fóðurmörkuðum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á undanförnum vikum hafa orðið verðhækkanir á fóðri hjá nokkrum fóðursölum. Sláturfélag Suðurlands (SS ) hefur hins vegar gefið út að verðið hjá þeim verði óbreytt á nautgripa- og ærfóðri.

Koma verðhækkanir fóðursala í kjölfar kostnaðarhækkana á ýmsum liðum rekstrar, verðhækkana á hráefnum á heimsmarkaði og hærri flutningskostnaði. Verðhækkanirnar nema fáeinum prósentum að jafnaði.

Hagræðing í ferlum tengdum innkaupum

Ástæðan fyrir óbreyttu verðlagi hjá SS er sú, eins og fram kemur í tilkynningu á vef félagsins, að með samningum og hagræðingu í ferlum tengdum innkaupum hafi náðst að tryggja óbreytt verð þrátt fyrir hækkanir á markaði.

Vill félagið með þessu tryggja bændum fyrirsjáanleika og þannig auðvelda bændum að gera rekstraráætlanir fyrir rekstur búanna.

Alexander Áki Felixson, deildarstjóri búvörudeildar SS, segir að félagið taki sjálft á sig hækkun milli samningstímabila auk áhættu vegna gengis og annarra kostnaðarhækkana eins og á flutningi til landsins og heimkeyrslu á fóðrinu til bænda. Þessu sé mætt með hagræðingu í ferlum tengdum innkaupum og flutningi til landsins.

Óbreytt verð fram í september

Óbreytt verð á nautgripafóðri verður fram í september 2025. Á vef SS kemur fram að verð á kúafóðri hafi verið óbreytt frá því í september 2023 og verði áfram.

Þá helst verð á ærfóðri einnig óbreytt út sama tímabil, en lækkaði síðasta haust um fimm prósent frá fyrri verðskrá.

Skylt efni: fóðurverð

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f