Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hafsteinn fagnar með þá Garðar og Víði við hlið sér.
Hafsteinn fagnar með þá Garðar og Víði við hlið sér.
Mynd / Sigurjón Sigurjónsson
Fréttir 26. september 2017

Hafsteinn er kokkur ársins

Höfundur: smh

Hafsteinn Ólafsson, yfirkokkur á veitingastaðnum Sumac Grill + Drinks á Laugarvegi í Reykjavík, bar sigur úr býtum í keppninni Kokkur ársins 2017 sem haldinn var í Hörpu síðastliðinn laugardag.

Eftifarandi fimm matreiðslumenn kepptu til úrslita:

  • Hafsteinn Ólafsson                           Sumac Grill + Drinks     (1. sæti)
  • Garðar Kári Garðarsson                 Deplar Farm / Strikið    (2. sæti)
  • Víðir Erlingsson                                Bláa Lónið    (3. sæti)
  • Rúnar Pierre Heriveaux                  Grillið Hótel Saga
  • Bjarni Viðar Þorsteinsson               Sjávargrillið

Keppendur elduðu 3ja rétta matseðil úr svokallaðri leynikörfu, sem hulunni var svipt af deginum áður. Eftir það höfðu þeir fimm klukkustundir til að undirbúa matinn.

Hafsteinn, sem er landsliðsmaður í kokkalandsliðinu, hafði þrjú síðustu árin lent í öðru sæti áður en kom að sigri í fjórðu tilraun. Hann mun keppa fyrir Íslands hönd í „Nordic Chef Of The Year“ 2018 í Danmörku.

Fjölskipuð dómnefnd valdi sigurvegara. Hún fylgdi eftir vinnubrögðum keppenda í þaula og smakkaði allan matinn. Yfirdómari var Krister Dahl frá Svíþjóð.  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar krýndi sigurvegarann.

Fiskeldisskóli slær í gegn
Fréttir 26. ágúst 2024

Fiskeldisskóli slær í gegn

Fiskeldisskóli unga fólksins hefur víða verið vel sóttur í sumar.

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu
Fréttir 23. ágúst 2024

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu

Búist er við að neysla á landbúnaðarvörum á heimsvísu aukist um 13 prósent á næs...

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður
Fréttir 23. ágúst 2024

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er nýr formaður stjórn...

Bændur í sólarselluverkefni
Fréttir 23. ágúst 2024

Bændur í sólarselluverkefni

Fyrirtækið Alor sérhæfir sig í orkulausnum, meðal annars innleiðingu á framleiðs...

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar
Fréttir 22. ágúst 2024

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður fyrir skemmstu, sem er upplýsingavefur ...

Smalahundar etja kappi
Fréttir 22. ágúst 2024

Smalahundar etja kappi

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda 24. og 25. ágúst næ...

Vindmyllur fá grænt ljós
Fréttir 22. ágúst 2024

Vindmyllur fá grænt ljós

Gefið hefur verið út virkjanaleyfi fyrir fyrsta íslenska vindorkuverið, Búrfells...

Frestun hrossaútflutnings
Fréttir 21. ágúst 2024

Frestun hrossaútflutnings

Reglubundin yfirhalning farmflugvélar er ástæða þess að engin hross hafa verið f...