Anton Kári Halldórsson.
Anton Kári Halldórsson.
Fréttir 23. ágúst 2024

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er nýr formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS).

Samtökin eru landshlutasamtök fimmtán sveitarfélaga á Suðurlandi, frá Ölfusi í vestri til Hornafjarðar í austri. Meginstarfsemi þeirra felst í hagsmunagæslu fyrir íbúa og sveitarfélög á Suðurlandi.

Önnur hlutverk tengjast m.a. samningum og framlögum frá hinu opinbera. Á grundvelli slíkra samninga veitir SASS m.a. ráðgjöf, styrki og aðra þjónustu til handa atvinnu- og menningarlífi á Suðurlandi. Samtökin vinna einnig að ýmsum greiningar- og þróunarverkefnum til hagsbóta fyrir landshlutann á sviði byggðarþróunar og heldur utan um rekstur ákveðinna sérverkefna.

„Nýja embættið leggst gríðarlega vel í mig um leið og ég þakka kærlega fyrir það traust sem mér er sýnt með því að fá að sinna þessu verkefni. En auðvitað stendur maður ekki einn, því á bak við mig er einnig nýkjörin stjórn sem skipuð er einvala liði sveitarstjórnarfulltrúa á Suðurlandi,“ segir Anton Kári. Fyrir stjórn liggja nú fjölmörg verkefni. „Það sem mér finnst mest spennandi og áhugaverðast við embættið er að fá að leiða sunnlenskt samstarf á breiðum grundvelli. Það er mikilvægt að við Sunnlendingar stöndum saman vörð um okkar hagsmuni og sjáum til þess að landshlutinn haldi áfram að blómstra og tækifærin eru svo sannarlega hér.“

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður
Fréttir 23. ágúst 2024

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er nýr formaður stjórn...

Bændur í sólarselluverkefni
Fréttir 23. ágúst 2024

Bændur í sólarselluverkefni

Fyrirtækið Alor sérhæfir sig í orkulausnum, meðal annars innleiðingu á framleiðs...

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar
Fréttir 22. ágúst 2024

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður fyrir skemmstu, sem er upplýsingavefur ...

Smalahundar etja kappi
Fréttir 22. ágúst 2024

Smalahundar etja kappi

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda 24. og 25. ágúst næ...

Vindmyllur fá grænt ljós
Fréttir 22. ágúst 2024

Vindmyllur fá grænt ljós

Gefið hefur verið út virkjanaleyfi fyrir fyrsta íslenska vindorkuverið, Búrfells...

Frestun hrossaútflutnings
Fréttir 21. ágúst 2024

Frestun hrossaútflutnings

Reglubundin yfirhalning farmflugvélar er ástæða þess að engin hross hafa verið f...

Nýr bústjóri Nautís
Fréttir 21. ágúst 2024

Nýr bústjóri Nautís

Davíð Ingi Baldursson hefur verið ráðinn sem bústjóri í einangrunarstöðinni á St...

Styrkir vegna kaltjóna
Fréttir 21. ágúst 2024

Styrkir vegna kaltjóna

Bjargráðasjóði hefur borist 81 umsókn frá bændum vegna kaltjóns á túnum. Frestur...