Frestun hrossaútflutnings
Reglubundin yfirhalning farmflugvélar er ástæða þess að engin hross hafa verið flutt frá Íslandi síðan í byrjun júlí.
Icelandair Cargo sér um flutning hrossa frá Íslandi. Ein farmvél rúmar bása hrossanna en sú flugvél fór í reglulega skoðun og lagfæringu í júlí. Vélin er áætluð aftur til landsins í september og er gert ráð fyrir að útflutningur hefjist aftur þann 5. september næstkomandi.
Það sem af er árinu hafa 617 hross verið flutt frá landinu, 116 stóðhestar, 229 geldingar og 272 hryssur samkvæmt upplýsingum WorldFengs, upprunaættbók íslenska hestsins.