Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenskir grásleppusjómenn voru með 9.433 tunnur af grásleppuhrognum  á heimsmarkaðnum á síðasta ári. Mynd / Vilmundur Hansen
Íslenskir grásleppusjómenn voru með 9.433 tunnur af grásleppuhrognum á heimsmarkaðnum á síðasta ári. Mynd / Vilmundur Hansen
Fréttir 28. febrúar 2020

Heildarveiðin yfir 21 þúsund tunnur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árlegur upplýsingafundur um grásleppumál var haldinn í Kaupmannahöfn fyrr í þessum mánuðir. Mjög góð þátttaka var á fundinum og þar kom meðal annars fram að heildarveiði á grásleppu í heiminum árið 2019 rúmar 21 þúsund tunnur.

Útflutningsverðmæti á grásleppu­­afurðum árið 2019 frá Íslandi nam 2,8 milljörðum króna. Hlutur Íslands í heildarveiði á grásleppu í heiminum var 46,6%.

Útflutningsverðmæti þeirra þriggja afurða sem fluttar eru frá Íslandi á erlenda markaði nam um 2,8 milljörðum á síðasta ári. Grásleppukavíarinn gaf mestu verðmætin, rúman 1,3 milljarða, söltuð grásleppuhrogn um 850 milljónir og frosin grásleppa rúmar 600 milljónir.

Heildarveiði allra þjóða á árinu 2019 umreiknað í fjölda tunna af söltuðum hrognum losaði 21 þúsund. Á vef Landssambands smábátaeigenda segir að almennt hefi veiðarnar gengið vel hér við land, Grænlandi og Noregi. Þótt lítils háttar aukning hafi verið hjá Nýfundnalendingum á veiðin þar langt í land með að skila því magni sem þar var veitt hér á árum áður. 

Alls jókst heildarveiðin um 11% milli ára og skiptist þannig milli þjóðanna:

Ísland 9.433 tunnur
Grænland 8.432 tunnur
Noregur 1.965 tunnur
Nýfundnaland 461 tunna
Danmörk og Svíþjóð 1.000 tunnur

Hrogn úr grásleppuafla sem veiðist úti fyrir ströndum Svíþjóðar og Danmörku er að mestu leyti seld á fiskmörkuðum þar sem kaupendur eru fiskbúðir og veitingahús.

Í Danmörku er um árlegan viðburð að ræða þegar grásleppu­hrogn koma og eru þau þá sett á mat­seðla sem sérstakur réttur.  

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...