Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hnúðlax í íslenskum ám
Fréttir 6. september 2017

Hnúðlax í íslenskum ám

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nokkuð hefur borið á því að hnúðlax hafi veiðst í ám hér á landi í sumar. Sérfræðingar Hafró telja að hann geti numið land í íslenskum ám.

Í lok júlí veiddist hnúðlax í net í Patreksfirði og snemma í ágúst veiddust nokkrir hnúðlaxar í Hafralónsá í Þistilfirði og annar í Sandá í Þistilfirði. Laxinn sem veiddist í Patreksfirði var kynþroska hængur.

Fyrsta dæmið er frá 1960

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hnúðlaxa verður vart í íslenskum ám. Fyrsta skráða dæmið er frá því í ágúst 1960 þegar einn slíkur veiddist í Hítará á Mýrum. Árið 2015 bárust fregnir um hnúðlax í ám víðs vegar um landið, Ytri Rangá, Hamarsá í Hamarsfirði, Skjálfandafljóti,  Þorskafjarðará og Soginu.

Í Fiskifréttum hefur komið fram að sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar hafa varað við að hnúðlax geti numið land í íslenskum ám.

Upprunninn í Kyrrahafi

Hnúðlax, Oncorhynchus gorbuscha, kallast einnig bleiklax og á náttúruleg heimkynni í norðanverðu Kyrrahafi og algeng þar frá Beringssundi niður með Norður-Ameríku, Kóreuskaga og Japan. Hnúðlax er auðþekktur á dökkum hringlaga blettum á sporðinum og fíngerðu hreistri. Gerðar voru tilraunir með að sleppa hnúðlaxaseiðum í ár við Kólaskaga um 1960. Talið er að afkomendur þeirra hafi komið sér fyrir í nokkrum ám í Noregi og að laxarnir sem fundist hafa hér séu þaðan komnir.

Fremur smávaxinn lax

Hnúðlax dregur nafn sitt af stórum hnúð á baki hænganna. Hnúðurinn myndast við kynþroska auk þess sem skoltur hængsins stækkar við kynþroska. Við kynþroska eru hnúðlaxar 1,75 til 2,5 kíló að þyngd og 45 til 60 sentímetrar á lengd.
     

Skylt efni: Laxveiði | hnúðlax

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...