Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Í nýrri reglugerð um sjálfbæra landnýtingu er horfið frá markmiðum sem birtust í fyrri drögum reglugerðarinnar um takmarkanir á beit í bratt- og fjalllendi.
Í nýrri reglugerð um sjálfbæra landnýtingu er horfið frá markmiðum sem birtust í fyrri drögum reglugerðarinnar um takmarkanir á beit í bratt- og fjalllendi.
Mynd / smh
Fréttir 4. júní 2024

Horfið frá takmörkun beitar í fjalllendi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ný reglugerð um sjálfbæra landnýtingu tekur gildi 1. september næstkomandi. Markmið hennar er að tryggja sjálfbæra landnýtingu í samræmi við markmið laga um landgræðslu.

Drög að reglugerðinni voru lögð í samráðsgátt stjórnvalda í janúar og bárust 82 umsagnir um málið. Í umsögn búgreinadeildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands var gagnrýnt meðal annars að reglugerðin byggði á hugtakinu „vistgeta“ sem væri óljóst og óskilgreint hugtak. Þá var fundið að því að reglugerðin tæki mið af huglægu vali á svokölluðum „viðmiðunarsvæðum“ og því markmiði að takmarka beit í yfir 30 gráðu halla og í meira en 600 metra hæð yfir sjó.

Í lokaútgáfu reglugerðarinnar eru þessi atriði ekki lengur til staðar, ekki er lengur talað um vistgetu né viðmiðunarsvæði og viðmið vegna nýtingar lands í bratt- og fjalllendi hafa verið tekin út.

Land og skógur metur ástand lands

Reglugerðinni er ætlað að vera leiðarvísir um hvernig best megi umgangast land til að sem minnst tapist af verðmætum jarðvegi og sem mest endurheimtist af þeim vistkerfum sem hafa þegar tapast.

Reglugerðin nær yfir fjóra nýtingarflokka; beitingarnýtingar, akuryrkju, framkvæmdir og umferð fólks og ökutækja. Viðmið um mat á ástandi lands og leiðbeiningar fyrir nýtingarflokkana er að finna í viðaukum.

Land og skógur metur ástand lands, árangur af gróður- og jarðvegsvernd og eflingu og endurheimt vistkerfa með tilliti til mismunandi landnytja. Samræmist nýting ekki viðmiðum um sjálfbæra landnýtingu skal Land og skógur leiðbeina eiganda eða rétthafa lands um gerð landbótaáætlunar.

Í hróplegu ósamræmi við markmið laganna

Katrín Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Bændasamtökunum, segir fagnaðarefni að tekið hafi verið tillit til einstakra athugasemda sem samtökin skrifuðu í umsögn sinni um reglugerðardrögin.

„Það verður þó að telja að reglugerðin sé enn í hróplegu ósamræmi við markmið laga um landgræðslu um sjálfbæra nýtingu lands þar sem enn er um matskennd og huglæg viðmið að ræða sem eiga að skera úr um hvort um sjálfbæra landnýtingu er að ræða. Sjálfbærni er í eðli sínu annað orð yfir kyrrstöðu, það er að viðhalda einhvers konar punktstöðu. Til þess að efla vistkerfi landsins skal stefnt að því að byggja upp og endurheimta vistkerfi sem hafa raskast, það er skilyrði fyrir því að ráðist verður í uppbyggingu og endurheimt vistkerfis að landið þarf að hafa raskast fyrst. Land sem hefur mikinn óvarinn jarðveg eða rof sem helst þannig óbreytt í mörg ár telst sjálfbært, þar sem það hefur ekki raskast.“

Líffræðileg fjölbreytni og kolefnisforði

Í tilkynningu matvælaráðuneytisins, vegna undirritunar Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra á reglugerðinni, segir að jarðvegur geymi bæði mikla líffræðilega fjölbreytni og mikinn kolefnisforða.

Því sé verndun jarðvegs eitt af lykilatriðum í verndun jarðarinnar.

Í reglugerðinni sé kveðið á um „að landnýting sem leiðir til hnignunar lands geti ekki talist sjálfbær landnýting. Gert er ráð fyrir að stór samfelld svæði í mjög slæmu ástandi (C-flokkur) verði ekki skilgreind sem beitiland fyrir búfé og að nýting á slíku landi geti ekki talist sjálfbær. Í slíkum tilvikum leiðbeinir Land og skógur eiganda eða rétthafa lands um gerð landbótaáætlunar. Þetta á við um allar tegundir landnýtingar sem reglugerðin nær til.“

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...