Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hornafjarðarkartöflur verða í umhverfisvænum umbúðum
Fréttir 24. janúar 2020

Hornafjarðarkartöflur verða í umhverfisvænum umbúðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændurnir á Seljavöllum og Akurnesi við Hornafjörð stefna að því að pakka öllum sínum pökkuðu kartöflum í umhverfisvænar umbúðir á þessu ári. Kartöflurnar eru seldar undir heitinu Hornafjarðarkartöflur.

Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum við Hornafjörð, segir að í desember á síðasta ári hafi Seljavallabúið byrjað að pakka gullauga í eins kílóa umhverfisvænar umbúðir og að á þessu ári sé stefnt að því að allar pakkaðar kartöflur frá Seljavalla- og Akurnesbúunum verði í slíkum umbúðum. Búin selja framleiðslu sína undir heitinu Hornafjarðarkartöflur.

Hjalti Egilsson og  Khalid Bousmara með gullauga í nýju umbúðunum.

„Umbúðirnar hafa reynst vel og við erum ánægð með að hafa fundið lausn sem kemur sér bæði vel fyrir umhverfið og gæði framleiðslunnar.“

Hjalti segir að vaxandi umhverfis­vitund og vilji til umhverfisverndar kalli á framboð vöru sem unnin er með umhverfisvænni hætti.

„Í umbúð­un­um er grænt PE, sem er hráefni sem ekki er framleitt úr jarðefnaolíu heldur úr sykursterkju, og er því kolefnisfótsporið af framleiðslunni mun minna. Efnið er 100% endurvinnanlegt og flokkast með plasti. Umbúð­irnar sem við notum eru með svo­kall­aða „OK biobased“ sem er vottun sem leitast við að uppfylla ströngustu skilyrði um umhverfisvænar vörur. Að baki vottuninni eru einföld og nákvæm gildi sem eiga að tryggja að verið sé að bera saman sambærilega hluti og á  grundvelli hlutfalls endurnýjanlegs hráefnis er varan vottuð með stjörnugjöf. 

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...