Hrossabændur eignast hlut í Landsmóti ehf.
Félag hrossabænda hefur formlega tekið yfir hlut Bændasamtaka Íslands í Landsmóti ehf.
Með því er Félag hrossabænda orðið þriðjungs eigandi í eignarhlutafélaginu, sem er að 2/3 hluta í eigu Landssambands hestamannafélaga.
Aðalfundur Félags hrossabænda samþykkti boð BÍ um yfirtöku á eignarhlutinum í haust.
„Landsmótið er hrossaræktar-starfinu mikilvægt og ætlum við því að taka þessu verkefni fagnandi og sjá tækifæri í því. Allir fundarmenn voru þó á því að félagið muni ekki taka á sig fjárhagslegar skuldbindingar,“ sagði Sveinn af því tilefni.
Landsmót ehf. var stofnað árið 2001 til að standa að rekstri og utanumhaldi á Landsmóti hestamanna. Næsta Landsmót verður haldið á Hellu árið 2020.