Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hrossakjötsskandall á Spáni
Fréttir 30. janúar 2020

Hrossakjötsskandall á Spáni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Europol og lögregla á Spáni hafa handtekið 15 manns vegna skjalafölsunar og sölu á hrossakjöti sem er óhæft til neyslu. Málið nær aftur til ársins 2015 og hundruðum hrossa slátrað og sett á markað til manneldis.

Samkvæmt heimildum Global Meat hófst rannsókn málsins í kjölfar þess að spænskur kjöteftirlitsmaður fann sendingu með hrossakjöti sem var óhæft til neyslu. Kjötið sem er til umræðu kom allt af 300 hrossum sem hafði verið slátrað í sama héraði. Við nánari athugun á heilbrigðisvottorðum á yfir tíu þúsund hrossum, sem slátrað hafði verið á sama stað, kom í ljós að 185 vegabréf fyrir hesta voru fölsuð og að yfir eitt hundrað hrossum til viðbótar hafði verið slátrað og sett á markað sem hrossakjöt til manneldis.

Til þessa hafa Europol og spænska lögreglan handtekið 15 manns vegna málsins og tekið fjölda annarra til yfirheyrslu. Málið er sagt svipað hrossakjötssvindli sem kom upp í Evrópu fyrir um sjö árum þar sem hrossakjöt, sem var í sumum tilfellum óhæft til neyslu, var selt á milli landa sem nautakjöt.

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...