Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Á myndinni eru verðlaunahafarnir; Sigurjón Sigurðsson, Kotlaugum, Ingimundur Vilhjálmsson, Ytri -Skógum og Guðgeir Sumarliðason Skammadal.
Á myndinni eru verðlaunahafarnir; Sigurjón Sigurðsson, Kotlaugum, Ingimundur Vilhjálmsson, Ytri -Skógum og Guðgeir Sumarliðason Skammadal.
Mynd / /bssl.is
Fréttir 30. janúar 2015

Huppustyttan afhent Ytri-Skógum

Á aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi sem haldinn var að Árhúsum á Hellu síðastliðinn miðvikudag voru veitt nokkur verðlaun fyrir góðan árangur.

Í frétt á vef Búnaðarsambands Suðurlands er greint frá því sem fram fór á fundinum. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands,veitti verðlaunin sem voru eftirfarandi:  Verðlaun fyrir afurðahæsta búið á Suðurlandi 2014 og handhafi Huppustyttunnar hlautYtri-Skógar með 7.832 kg/árskú og 555 kg MFP.  Afurðahæsta kýrin 2014 var Stytta 336 frá Kotlaugum, mjólkaði 12.700 kg mjólkur. Þyngsta ungneytið átti Guðgeir Sigurðsson Skammadal en það vó 411,7 og fór í UNI*A. 

Fundurinn var áhugaverður og vel sóttur af bændum, enda málefni fundarins af ýmsum toga auk hinna hefðbundnu aðalfundarstarfa. Runólfur Sigursveinsson kynnti form og fyrirkomulag ættliðaskipta á jörðum og fékk til liðs við sig aðila úr bankageiranum.  Sigurður Loftsson formaður Landssambands kúabænda fór yfir stöðu verkefna hjá félaginu. Önnur mál voru rædd og tillögur kynntar til aðalfundar LK sem verður í mars.

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...