Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Á myndinni eru verðlaunahafarnir; Sigurjón Sigurðsson, Kotlaugum, Ingimundur Vilhjálmsson, Ytri -Skógum og Guðgeir Sumarliðason Skammadal.
Á myndinni eru verðlaunahafarnir; Sigurjón Sigurðsson, Kotlaugum, Ingimundur Vilhjálmsson, Ytri -Skógum og Guðgeir Sumarliðason Skammadal.
Mynd / /bssl.is
Fréttir 30. janúar 2015

Huppustyttan afhent Ytri-Skógum

Á aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi sem haldinn var að Árhúsum á Hellu síðastliðinn miðvikudag voru veitt nokkur verðlaun fyrir góðan árangur.

Í frétt á vef Búnaðarsambands Suðurlands er greint frá því sem fram fór á fundinum. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands,veitti verðlaunin sem voru eftirfarandi:  Verðlaun fyrir afurðahæsta búið á Suðurlandi 2014 og handhafi Huppustyttunnar hlautYtri-Skógar með 7.832 kg/árskú og 555 kg MFP.  Afurðahæsta kýrin 2014 var Stytta 336 frá Kotlaugum, mjólkaði 12.700 kg mjólkur. Þyngsta ungneytið átti Guðgeir Sigurðsson Skammadal en það vó 411,7 og fór í UNI*A. 

Fundurinn var áhugaverður og vel sóttur af bændum, enda málefni fundarins af ýmsum toga auk hinna hefðbundnu aðalfundarstarfa. Runólfur Sigursveinsson kynnti form og fyrirkomulag ættliðaskipta á jörðum og fékk til liðs við sig aðila úr bankageiranum.  Sigurður Loftsson formaður Landssambands kúabænda fór yfir stöðu verkefna hjá félaginu. Önnur mál voru rædd og tillögur kynntar til aðalfundar LK sem verður í mars.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...