Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kristín S. Bjarnadóttir, formaður Minningar- og styrktarsjóðs Heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri og hjúkrunarfræðingur hjá Heimahlynningu, afhendir Bjarna Jónassyni, fulltrúa SAk, lykla að húsinu við Götu sólarinnar.
Kristín S. Bjarnadóttir, formaður Minningar- og styrktarsjóðs Heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri og hjúkrunarfræðingur hjá Heimahlynningu, afhendir Bjarna Jónassyni, fulltrúa SAk, lykla að húsinu við Götu sólarinnar.
Fréttir 19. október 2021

Hús á Akureyri fyrir líknarþjónustu utan sjúkrahúss

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Það er mikið gæfuspor að fá þessa viðbót við þjónustuna,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir, formaður Minningar- og styrktarsjóðs Heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri, SAk og hjúkrunarfræðingur hjá Heimahlynningu, en sjóðurinn afhenti SAk og Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN, hús sem sjóðurinn keypti og er ætlað fólki sem óskar eftir að fá líknarþjónustu utan sjúkrahúss. Húsið er við Götu sólarinnar við Kjarnaskóg.

Kristín segir starfsemi hússins kærkomna viðbót við þá þjónustu sem í boði er fyrir fólk með ólæknandi sjúkdóma, en lengi hefur verið í deiglunni á Akureyri að koma slíkri þjónustu á. Kristín segir að rausnarlegar gjafir tveggja einstaklinga, Laufeyjar Pálmadóttur og Jónasar Jónassonar, hafi gert að verkum að hægt var að kaupa húsið við Kjarnaskóg. Laufey og Jónas ánöfnuðu sjóðnum hluta eigna sinna eftir sinn dag.

„Tilgangurinn með rekstri þessa húss er að veita fólki með langt gengna sjúkdóma sérhæfða fagþjónustu utan sjúkrahúss á vegum Heimahlynningar SAk,“ segir Kristín en langflestir sem standa í þeim sporum kjósa að vera sem mest heima og minnst inni á sjúkrahúsum. Góð aðstaða er í húsinu, jafnt innan sem utan dyra, fyrir fjölskyldu þess veika til að dvelja hjá honum. Gistirými eru 6 talsins auk þess sem hægt er að búa um fólk í stofu.

Heimahlynning hefur í tæp 30 ár veitt líknarþjónustu í heimahúsum á Akureyri og nágrannabyggðum og verður þjónustan í húsinu við Götu sólarinnar viðbót við þá þjónustu. SAk og HSN munu í sameiningu sjá um rekstur hússins en þessar tvær stofnanir eru að hefja samvinnuverkefni um þessar mundir á öllu upptökusvæði SAk, með yfirskriftinni Norðlenska líkanið og er samþætting á líknar- og lífslokameðferð.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...