Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hvatning til betri búskapar
Fréttir 31. janúar 2017

Hvatning til betri búskapar

Höfundur: smh
Matvælastofnun vinnur að áhættu- og frammistöðuflokkun fyrir frumframleiðslu; framleiðslu á kjöti, mjólk og öðru búfjárhaldi. 
 
Jónína Þ. Stefánsdóttir, fag­sviðsstjóri samhæfingar hjá Matvælastofnun, segir að markmið með áhættu- og frammistöðuflokkunarkerfi í frumframleiðslu sé að forgangsraða eftirliti í samræmi við þær kröfur sem löggjöfin gerir ráð fyrir. 
 
„Mest eftirlit verður með starfsemi sem felur í sér mesta áhættu varðandi dýravelferð og matvælaöryggi. Áhættumiðað eftirlit tryggir að eftirliti sé forgangsraðað út frá þörfum. Með frammistöðuflokkun dregur úr eftirliti með þeim sem standa sig vel, á meðan eftirlit er aukið þar sem ekki hefur tekist að uppfylla að öllu leyti ákvæði laga og reglugerða. Þannig fæst betri nýting á tíma, mannauði og fjármagni samhliða skilvirkara eftirliti,“ segir Jónína. 
 
Vonir standa til að hægt verði að ljúka útfærslu á áhættuflokkunarkerfinu á þessu ári og  vinna eftir því frá og með næsta ári. 
 
„Frammistöðuflokkun í frumframleiðslu verður ekki að fullu virk fyrr en búið er að skoða allar starfsstöðvar samkvæmt áhættuflokkunarkerfinu, sem tekur líklega um þrjú ár. Kerfið verður eftir það í stöðugri endurskoðun. Bændur verða varir við að tíðni eftirlits með starfsemi þeirra breytist í kjölfar áhættuflokkunar og það verður markvissara. Neytendur munu einnig njóta góðs af markvissara eftirliti með matvælaöryggi og dýravelferð,“ segir Jónína.
  
Þrír frammistöðuflokkar
 
Frammistaða verður flokkuð í þrjá flokka; A, B og C eftir fjölda frávika og alvarlegra frávika við einstök skoðunaratriði og hvernig staðið er að úrbótum. Þetta er að sögn Jónínu með líkum hætti og gert er varðandi áhættu- og frammistöðuflokkun fóður- og matvælafyrirtækja. Þeir sem standa sig vel fá minna eftirlit og þar með lægri eftirlitsgjöld, en þeir sem standa sig illa fá tíðara eftirlit og hærri eftirlitsgjöld. 
 
Jónína segir að allar nýjar starfsstöðvar byrji í frammistöðuflokki B. „Til að hægt sé að flokka frammistöðu fyrirtækis í fyrsta sinn þarf að skoða að minnsta kosti 95 prósent þeirra skoðunaratriða sem skilgreind hafa verið fyrir starfsemina. Ef skoðun leiðir til þess að starfsstöðin færist í frammistöðuflokk A, margfaldast eftirlitsþörfin með 0,5 þannig að starfsstöðin fær 50 prósent færri eftirlitstíma en þegar hún var í flokki B. Ef starfsstöð færist í frammistöðuflokk C, margfaldast eftirlitsþörfin með 1,5 þannig að starfsstöðin fær 50 prósent fleiri eftirlitstíma en þegar hún var í B flokki.“ 
Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...