Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hvatning til kvenna í landbúnaði
Fréttir 22. desember 2022

Hvatning til kvenna í landbúnaði

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Nýsköpunarverðlaun fyrir konur í landbúnaði í Evrópusambandinu fóru fyrst fram árið 2010 en þeim var ætlað að varpa ljósi á hundruð nýsköpunarverkefna sem unnin eru á hverju ári í Evrópu af konum í landbúnaði.

Evrópusamtök bænda, Copa Cogeca, halda utan um verðlaunin en á næsta ári verða þau veitt í sjöunda sinn og hefur nú verið opnað fyrir skráningu á heimasíðunni womenfarmersaward.eu

Yfirskrift verðlaunanna í ár er; „Hún getur ekki verið það ef hún sér það ekki!“ og er einnig ætlað að hvetja fleiri konur til að taka þátt í landbúnaði. Framtíðarsýn fyrir dreifbýli verður í fararbroddi í tengslum við verðlaunin. Vilja Copa Cogeca viðurkenna starfið sem konur hafa frumkvæði að á landsbyggðinni og jákvæð áhrif þeirra þvert á efnahagslega, félagslega og umhverfislega þætti á nærsamfélag sitt.

Haft var eftir Lotta Folkesson, einum aðstandenda verðlaunanna hjá Copa, að markmið þeirra sé tvíþætt; annars vegar að skapa vettvang til að varpa ljósi á hvernig konur taka þátt í landbúnaðargeiranum, hvort sem þær eru bændur, verkfræðingar eða vísindamenn. Hins vegar snúast verðlaunin um að skapa fyrirmyndir og hvetja fleiri konur til að velja sér starfsframa í landbúnaði. Frestur til að skila inn tillögum að verðlaunahöfum er til 31. mars 2023 en verðlaunaathöfnin fer fram í október á næsta ári.

Skylt efni: konur í landbúnaði

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...