Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Pavla Dagsson-Waldhauserova, sérfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands, hlýtur nýdoktorsstyrk Rannís.
Pavla Dagsson-Waldhauserova, sérfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands, hlýtur nýdoktorsstyrk Rannís.
Fréttir 13. febrúar 2020

Hver eru áhrif ryks frá Íslandi á loftslag heimskautasvæða?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ryk í andrúmsloftinu á sér fjölbreyttan uppruna en oftast er það sett í samhengi við stóru eyðimerkurnar á borð við Sahara og Góbí sem helstu uppsprettur ryks í andrúmsloftinu. Ryk á sér þó einnig uppruna á heimskautasvæðum, sem hafa samtals um hálfa milljón ferkílómetra auðna og eru taldar valda um 5% rykmengunar í heiminum.

Tilgangur verkefnisins er að fylgjast með rykmengun frá helstu uppfoksstöðum landsins og loftgæðum vegna rykmengunar.

Verkefnið byggir m.a. á samstarfi á vettvangi alþjóðlegs samstarfsnets sem nefnist ICEDUST (Icelandic Aerosol and Dust Association). Þetta netverk er opið öllum sem hafa áhuga á þekkingu og rannsóknum er varða ryk á heimskautasvæðum (sjá  https://icedustblog.wordpress.com/). Fjórða ráðstefna samtakanna verður haldin í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands að Keldnaholti 13.–14. febrúar á þessu ári.

Stærsta eyðimörk norðurheimskautsins

Íslenskar auðnir eru stærstu eyðimerkur heimskautasvæða norðursins og enn fremur þær víðfeðmustu í Evrópu. Á Íslandi verða svokallaðir „rykatburðir“ eða „rykveður“ að minnsta kosti 135 sinnum á ári að meðaltali, sem valda mikilli og víðtækri rykmengun. Þetta ryk getur borist mörg þúsund kílómetra í átt að heimskautasvæðunum og til Evrópu. Rykið hefur slæm áhrif á loftgæði en það hefur einnig áhrif á snjó og ís og minnkar þá endurkast sólarljóssins. Það eykur aftur á móti bráðnun snævar, m.a. á jöklum heimskautasvæðanna.

Rykmengun frá helstu uppfoksstöðum

Tilgangur verkefnisins er að fylgjast með rykmengun frá helstu uppfoksstöðum landsins og loftgæðum vegna rykmengunar. Alþjóðleg loftslagslíkön á borð við DREAM líkanið (Dust Regional Atmospheric Model) verða notuð til að gera spár um rykmengun sem verða aðgengileg stofnunum og almenningi á netinu. Þá verða spár og mælingar á rykmengun á heimskautasvæðum gerðar aðgengilegar í kerfi Alþjóðlegu Veðurstofnunarinnar (WMO, World Meteorological Organization on Sand/Dust Storm Warning Advisory and Assessment System), þar sem gerð er sérstök spá og sendar út viðvaranir um sand- og rykveður sem geta haft áhrif á loftgæði (Sand/Dust Storm Warning Advisory and Assessment System). Kerfið fylgist einnig með rykveðrum á Suðurskautslandinu og á Svalbarða.

Áhrif ryks eru víðtæk

Ryk er afar mikilvægur þáttur í náttúru jarðar og áhrifin eru víðtæk. Rannsóknirnar beinast því einnig að því að varpa ljósi á áhrif ryks á heimskautasvæði. Meðal annars að gera samanburð á áhrifum sóts og ryks sem saman­stendur af íslenskum basískum rykkornum á snjó og ís á Íslandi, í Færeyjum og Lapplandi. Einnig áhrif um ryk frá Íslandi á eiginleika skýja og skýjamyndun. Áhrif ryks á efnafræði andrúmsloftsins og áhrif ryksins á vistkerfi hafsvæða. Það varðar m.a. uppleysanleika járns sem hefur áhrif á frumframleiðni í sjó umhverfis landið. Rannsóknunum er ætlað að skýra áhrif ryksins á loftslag heimskautasvæða og þær eru einnig mikilvægar fyrir þekkingu á loftslagsbreytingum og störf IPCC fyrir skilning á loftslagi heimskautasvæða. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...