Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ef tillögur frumvarpsins ná fram að ganga mun úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækka úr 30 í 82 kr./kg.
Ef tillögur frumvarpsins ná fram að ganga mun úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækka úr 30 í 82 kr./kg.
Mynd / ghp
Fréttir 26. október 2022

Hyggjast hækka gjöld á umbúðir og heyrúlluplast

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hækkun gjalda á umbúðir og heyrúlluplast, sem lagðar er til í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra, gæti þýtt mörg hundruð þúsund króna hækkun framleiðslukostnaðar fyrir bændur og matvælaframleiðendur.

Í frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023 er m.a. gert ráð fyrir hækkun gjalda á umbúðir og heyrúlluplasti.

Lögð er til ný gjaldtaka á umbúðir úr málmi 25 kr./kg. og umbúðir gerðar úr viði 10 kr./kg. Auk þess sem lögð er til tvöföldun og hátt í þreföldun á úrvinnslugjaldi á umbúðir gerðar úr pappa og plasti. Þannig fer úrvinnslugjald á pappaumbúðir úr 22 kr./kg. í 42 kr./ kg. og úrvinnslugjald á plastumbúðir fer úr 30 kr./kg. í 82 kr./kg.

Í umsögn sinni við frumvarpið bendir Hilmar Vilberg Gylfason, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands, á að slík hækkun muni hafa umtalsverð áhrif á framleiðslukostnað innlendra matvælaframleiðenda.

Í frumvarpinu er enn fremur lagt til að úrvinnslugjald á heyrúlluplast hækki úr 30 kr./kg í 82 kr./kg en gegn því leggjast Bændasamtökin.

„Ólíklegt verður að telja að birgjar geti tekið slíka hækkun af framlegð vörunnar til að halda útsöluverði heyrúlluplasts til bænda óbreyttu. Færist öll hækkunin á útsöluverð má gera ráð fyrir að, sem dæmi, meðal kúabú þurfi að greiða á bilinu 150-200.000 kr. meira fyrir heyrúlluplast vegna fóðuröflunar á árinu 2023.“

Skjóti það skökku við þar sem ríkisstjórnin hafi á þessu ári brugðist við neyðarástandi í landbúnaði vegna hækkunar aðfanga í formi bæði áburðargreiðslna og spretthópsgreiðslna til bænda til að mæta auknum útgjöldum.

„Þá hefur ríkisstjórnin skýr markmið um að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar m.a. með öflugri innlendri landbúnaðarframleiðslu en slíkum markmiðum verður ekki náð með gjaldtöku á við þá sem hér er boðuð,“ segir í umsögn Bændasamtaka Íslands.

Skylt efni: rúlluplast

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...