Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mikið af bleikju í Flókadalsá í Fljótum
Mynd / María Gunnarsdóttir
Í deiglunni 16. september 2019

Mikið af bleikju í Flókadalsá í Fljótum

Höfundur: Gunnar Bender
„Þetta var meiri háttar gaman, bleikjan tekur fluguna grimmt hérna í Flókadalnum,“ sagði María Gunnarsdóttir, sem setti í hverja bleikjuna á fætur annarri fyrir skömmu. 
 
Flestar bleikjurnar tóku fluguna „Krókinn“, sem Gylfi heitinn Kristjánsson hannaði,  en hann hnýtti margar góðar silungaflugur sem hafa gefið vel.
 
María Gunnarsdóttir með flottar bleikjur úr Efri-Flókadalsá. Mynd / G.Bender
 
Þarna veiddi María, sem ekki hafði veitt mikið á flugu, um 20 silunga en sleppti þeim flestum aftur í ána. Enda bleikjan fiskur sem þarf að fara varlega með. Það er ekki það mikið af henni í veiðiánum og henni fer fækkandi með hverju árinu.
 
Besta dæmið er fækkun bleikj­unnar í Hvítá í Borgarfirði þar sem veiddust um 4.000 þegar best lét, en núna veiðast aðeins örfáar. Það er af sem áður var. 
 
Við erum í Fljótunum og þar er hellingur af bleikju, hylur 7 telur líklega um 150 bleikjur og þær taka grimmt fluguna.
 
María losar úr bleikju og sleppir henni aftur, hún hefur allt í einu fengið áhuga á öðru. Gæsahópur kemur og flýgur rétt hjá. Henni finnst skotveiði líka skemmtileg eins og veiðin, það er veiði á ýmsum stigum hérna í Flókadalnum. Hér er ýmislegt í boði fyrir veiði­menn en núna er maður bara að veiða bleikjuna. Veiðisvæðið er skemmtilegt þarna, fiskurinn er fyrir hendi og veiðimenn una hag sínum á bökkum árinnar. 
 
En það er farið að hausta, bleikjan verður tregari með hverjum deginum en það getur líka verið  skemmtilegt að reyna fleiri flugur og smærri. Flóka­dalurinn hefur ýmislegt að geyma. 
 
Flókadalsá
 
Efri-Flókadalsá í Fljótum hefur verið að gefa feiknavel í sumar og núna eru komnar 1.400 bleikjur. Við vorum á bakkanum fyrir skömmu og köstuðum fyrir bleikjuna þar. Þetta frábæra sjóbleikjusvæði er 3ja stanga svæði og hefur veiðin þar síðastliðin ár verið mjög góð. 
 
Sjóbleikja veiðist nær eingöngu á svæðinu, þó svo að lax og urriði slæðist líka upp á vatnasvæðið. Svæðið nær frá Flókadalsvatni og fram að afréttargirðingu, en umhverfi hennar þykir friðsælt og er áin nokkuð vatnsmikil. 
 
Kvóti er 8 bleikjur á vakt á hverja stöng, en urriði er fyrir utan kvótann. Mesta veiði á öllu vatnasvæðinu var 2004 en þá veiddust 2.874 bleikjur. 
 
Síðastliðin ár hefur veiðin verið ágæt á þær 3 stangir sem veiða í efri ánni og hefur meðalveiðin verið í kringum 550 bleikjur á því svæði.
Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...