Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samdráttur í kjötframleiðslu á landinu
Í deiglunni 18. apríl 2023

Samdráttur í kjötframleiðslu á landinu

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Á síðasta ári var markaðshlutdeild erlends kjöts rúm 16% og jókst hún um þrjú prósentustig frá árinu á undan, sem er næstmesta aukning markaðshlutdeildar untdanfarinn áratug.

Í umræðu um stöðu innlendrar framleiðslu og samkeppni frá innflutningi hefur oft verið rætt um erfiðleika íslenskra frumframleiðenda til að svara síbreytilegri eftirspurn tengda auknum íbúafjölda og ferðamanna. Er það talið vera ein af meginforsendum síaukins innflutnings. Er það vissulega rétt að kjötframleiðsla á sér yfirleitt langan aðdraganda og erfitt er að auka framleiðslu á augabragði. Raunin er hins vegar orðin sú að íslensk framleiðsla kjöts er ekki aðeins að dala miðað við fólksfjölgun heldur er hún farin að minnka í heild sinni. Árið 2022, árið sem ferðamannafjöldinn kom til baka af fullu afli eftir heimsfaraldur, lækkaði heildarframleiðslumagn íslensks kjöts um rúm 620 tonn. Mestu munaði þar um áframhaldandi samdrátt á lambakjöti.

Markaðsumhverfi íslenskra matvælaframleiðenda skorðast ekki aðeins við hraða framleiðslunnar heldur einnig við hátt kostnaðarverð sem ekki verður flúið þegar hún fer fram á landi með jafn mikil lífsgæði og raun er á Íslandi. Erfitt er fyrir íslensk fyrirtæki að keppa við erlend stórfyrirtæki um framleiðslu sem oft er talin einsleit af neytendum og ódýrasti kostur oftast valinn. Nú virðist vera kominn ákveðinn vendipunktur í kjötframleiðslu á landinu. Innflutningur er því ekki aðeins að mæta íbúafjölgun og ferðamannastraumi heldur er farinn að kroppa í íslenska framboðið. Á því verði sem býðst á markaðnum núna hefur vægi tollverndarinnar dvínað, samkeppnin harðnað og spurning um hver næstu skref verða.

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...