Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hörður glímir við stórlaxinn sem hafði betur að lokum.
Hörður glímir við stórlaxinn sem hafði betur að lokum.
Mynd / EJ
Í deiglunni 9. nóvember 2017

Sett í stórlax

Höfundur: Gunnar Bender
„Við vorum við veiðar, feðgarnir, fyrr í sumar og komum við í Urriðaá á Mýrum, áin var frekar vatnslítil á efri svæðunum,  eins og oft gerist á þessum tíma í þurrki. En mjög góð skilyrði voru á flóðinu í neðstu fjórum hyljunum og hann sýndi sig þar í góðu veðri, sól, 15 stiga hita og logni,“ segir Hörður Alexander Eggertsson veiðimaður,  þegar hann rifjar upp veiðitúr í sumar sem var skemmtilegur.
 
En Hörður setti í einn mjög vænan lax  sem hafði betur  og stóð  viðureignin um fimmtán mínútur. 
„Hann var mjög erfiður og var alveg klesstur við botninn allan tímann og sýndi sig ekki. Stöngin var alveg í keng og hann reif út línuna. Við Eggert Sk. Jóhannesson, faðir minn, vorum búnir að velja góðan stað við hylinn til þess að landa honum. En þegar það voru svona fjórir til fimm metrar í hann,  þá sleit hann sig lausan af króknum með miklum látum. Líklega hefur hann verið að koma inn á flóðinu þennan dag, enda var hann ansi sterkur og ákveðinn.“  
 
En það var alla vega gaman að takast á við þann stóra og glíma við hann í góðum og skemmtilegum félagsskap reyndra veiðifélaga í frábæru veðri,“ sagði Hörður Alexander Eggertsson.

Skylt efni: Urriðaá | stangaveiði

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...