Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ýmsir möguleikar eru á framleiðslu umbúða úr lúpínu og þara.
Ýmsir möguleikar eru á framleiðslu umbúða úr lúpínu og þara.
Í deiglunni 28. nóvember 2023

Umbúðir úr alaskalúpínu og þara

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Efnasmiðjan og Sedna Biopack vinna að þróun rakaþolinna matvælaumbúða sem brotna niður án þess að þurfa stýrða ferla.

Áðurnefnd frumkvöðlafyrirtæki hafa fengið styrk úr Matvælasjóði til að móta blöndu þessara efna fyrir matvælaumbúðir í samstarfi við Matís og Sölufélag garðyrkjumanna. Verkefnið ber heitið LuLam wrap og miðar að því að þróa efnasamsetningu trefjaefnisins til að fá sem mestan styrk og rakavörn en einnig að búa til frumgerðir af matvælabökkum. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Matís.

Þar segir að auðvelt sé að móta efnið á ýmsa vegu og ná fram ásættanlegri vörn gegn raka. Því verði áhugavert að prófa það fyrir fleiri fæðuflokka, til dæmis niðursneitt álegg. Kröfur um álagsstyrk og rakavörn umbúða séu misjafnar á milli matvælaflokka og má hanna og stilla efnið sérstaklega fyrir ólíkar aðstæður.

Sjálfir bakkarnir eru þróaðir af Efnasmiðjunni, en á bakvið hana standa vöruhönnuðirnir Inga K. Guðlaugsdóttir og Elín S. Harðardóttir. Þær hafa framkvæmt ýmsar tilraunir með alaskalúpínuna allt frá árinu 2017. Inga hóf að vinna með lúpínuna í áfanga í Listaháskólanum. Í tilraunum hennar með rætur plöntunnar kom í ljós að hægt var að útbúa úr þeim hart trefjaefni, sem líkist mest MDF byggingarefni, með því að mauka og pressa ræturnar.

Lífplastfilman er úr smiðju Sedna Biopack sem rekið er af Sigríði Kristinsdóttur. Hún fékk áhuga á nýtingu og ræktun stórþörunga við Ísland fyrir þónokkrum árum. Þá hóf hún að þróa lífplastfilmur úr stórþörungum fyrir fjórum árum í meistaranámi sínu við Háskóla Íslands í umhverfis- og auðlindafræði. Mikil aukning hefur verið í rannsóknum á efnasamböndum í stórþörungum fyrir iðnað og jafnframt vakning á þessum vannýtta lífmassa við Ísland og víðar.

Gott aðgengi er að véltækum lúpínuökrum á Suðurlandi og af hundrað hektara akri væri hægt að vinna um níu milljónir af bökkum. Hægt er að vinna nokkuð sterkt trefjaefni úr plöntunni án þess að bæta aukaefnum í það. Það er vistvænt og brotnar fullkomlega niður í jarðgerð á frekar skömmum tíma.

Skylt efni: umbúðir

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...