Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Verðmæt vara þróuð úr vannýttu hráefni
Í deiglunni 19. október 2023

Verðmæt vara þróuð úr vannýttu hráefni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Mikið fellur til í íslenskri garðyrkju sem afskurður og er ekki nýtt í dag nema í besta falli sem úrgangur til moltugerðar. Hjá Matís hefur verið unnið að því að þróa verðmæta vöru úr þessu vannýtta hráefni.

Komið hefur í ljós við efna­greiningar á þessum úrgangi að hann er ríkur af ýmsum verðmætum efnum; trefjum, lífvirkum efnum, bragð­ og lyktarefnum, vítamínum og steinefnum. Niðurstöður greininganna benda til að heildar­magn steinefna sé ekki minna í hliðarafurðunum en í sjálfri uppskerunni. Eva Margrét Jónudóttir, verkefnastjóri hjá Matís, segir að það sé tími til kominn að fara að huga að fullvinnslu garðyrkjuafurða, eins og tíðkist til dæmis í fiskvinnslu og í æ meira mæli í kjötvinnslu. Til að sýna fram á möguleika þessa hráefnis hefur verið þróuð tiltekin vara hjá Matís, kryddblanda sem er hugsuð til notkunar í kjötbollugerð og inniheldur frostþurrkaðar hliðarafurðir úr grænmetisframleiðslu.

Með notkun á blöndunni sé verið að einfalda eldamennskuna, bæta næringarinnihald og á sama tíma nýta hliðarafurðir sem annars færu til spillis. Vöruþróunin sé ekki séríslensk uppfinning, sams konar vörur séu til hér í verslunum en hafi ekki verið mjög áberandi á Íslandi – og alls engin innlend framleiðsla. Eva segir að hjá Matís sé ekki ætlunin að framleiða eða selja þessa vöru. „Þetta er eingöngu hugmynd að uppskrift og vinnsluferli sem við setjum fram og hver sem vill má nýta eða þróa áfram eftir sínu höfði,“ segir hún. Um samstarfsverkefni er að ræða með Orkídeu og Bændasamtökum Íslands, en það var styrkt af Matvælasjóði.

Nánar er fjallað um verkefnið á blaðsíðu 32–33. í nýju Bændablaði sem kom út í dag. 

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...

Rýnt í endurskinshæfni skóga
Fréttaskýring 24. maí 2024

Rýnt í endurskinshæfni skóga

Komið hefur fram í vísindagreinum að breyting á endurvarpi sólargeislunar gæti m...

Upprunamerki matvæla skipta máli
Fréttaskýring 7. maí 2024

Upprunamerki matvæla skipta máli

Þegar kemur að því að versla matvæli horfa neytendur mikið til upprunalands fram...

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...