„Ég er búinn að veiða helling í sumar“
Höfundur: Gunnar Bender
„Já, drengur, ég er búinn að veiða víða í sumar, en við höfum farið í Veiðivötn í mörg ár og það er meiri háttar, Veiðivötnin eru frábær og rosalega fallegt þarna innfrá.
Þar höfum við oft fengið fína veiði og væna silunga,“ sagði Kristján Jóhannsson er við heyrðum í honum og það var klikkað að gera í söngum hjá honum.
„Já, það er mikið að gera. Ég er að syngja allar helgar og ætlaði að reyna að komast á rjúpu en veit ekki hvort það tekst. Ég hef farið á rjúpu í mörg ár. Það er viss punktur í tilverunni að skjóta rjúpur í jólamatinn.
Ég fór mikið í silung í sumar og víða og veiddi vel. Silungurinn er svo skemmtilegur og gaman að veiða hann. Víða vænir silungar eins og fyrir norðan. Svo dettur einn og einn laxveiðitúr inn eins og í Aðaldalinn. Það er topp staður,“ sagði Kristján enn fremur, hás eftir söng kvöldið áður, en allur að koma til.