Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Rúnar Pierre Herivaux, Lava Bláa Lóninu, Atli Þór Erlendsson, Grillinu, Natascha Elisabet Fischer, Kopar og dómarinn Jóhannes Steinn Jóhannesson, Slippbarnum.
Rúnar Pierre Herivaux, Lava Bláa Lóninu, Atli Þór Erlendsson, Grillinu, Natascha Elisabet Fischer, Kopar og dómarinn Jóhannes Steinn Jóhannesson, Slippbarnum.
Mynd / Sveinbjörn Úlfarsson
Fréttir 9. júní 2015

Ísland nær í silfurverðlaun í „Nordic Chef Junior“-keppninni

Síðastliðna helgi kepptu þrír íslenskir fagmenn í matreiðslu og framreiðslu um Norðurlandameistaratitla í faggreinunum í Álaborg í Danmörku. Í flokki ungkokka, „Nordic Chef Junior“, vann Rúnar Pierre Heriveaux frá Lava Bláa Lóninu til silfurverðlauna en Håkon Solbakk frá Noregi sigraði í keppninni.
 
Aðrir íslensku keppendanna komust ekki í verðlaunasæti en stóðu sig gríðarlega vel í harðri keppni.
Rúnar Pierre er 21 árs gamall og matreiðslunemi í Lava Bláa Lóninu. Hann var valinn matreiðslunemi ársins 2013 og varð í fjórða sæti í norrænu nemakeppninni 2014. Rúnar Pierre var aðstoðarmaður í Bocuse d´Or-keppninni 2015.
 
„Ég er ánægður með frammistöðuna og hvernig ég framkvæmdi allt eftir plani og hafði skipulagt á æfingum síðustu mánuði en hefði auðvitað viljað ná toppsætinu, tek það bara næst,“ segir Rúnar glaður í bragði. 
 
Í „Nordic Chef“, þar sem Atli Þór Erlendsson frá Grillinu keppti, sigraði sænski keppandinn. Atli Þór er 27 ára gamall matreiðslumaður í Grillinu á Hótel Sögu og handhafi titilsins „Matreiðslumaður ársins“ þar sem hann sigraði í keppninni í mars síðastliðnum. Atli Þór var nýlega valinn  í kokkalandsliðið. Natascha Elisabet Fischer, frá veitingastaðnum Kopar, keppti í framreiðslu í „Nordic Waiter“-keppninni en þar sigraði danski keppandinn.

3 myndir:

Skylt efni: kokkakeppni

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...