Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rúnar Pierre Herivaux, Lava Bláa Lóninu, Atli Þór Erlendsson, Grillinu, Natascha Elisabet Fischer, Kopar og dómarinn Jóhannes Steinn Jóhannesson, Slippbarnum.
Rúnar Pierre Herivaux, Lava Bláa Lóninu, Atli Þór Erlendsson, Grillinu, Natascha Elisabet Fischer, Kopar og dómarinn Jóhannes Steinn Jóhannesson, Slippbarnum.
Mynd / Sveinbjörn Úlfarsson
Fréttir 9. júní 2015

Ísland nær í silfurverðlaun í „Nordic Chef Junior“-keppninni

Síðastliðna helgi kepptu þrír íslenskir fagmenn í matreiðslu og framreiðslu um Norðurlandameistaratitla í faggreinunum í Álaborg í Danmörku. Í flokki ungkokka, „Nordic Chef Junior“, vann Rúnar Pierre Heriveaux frá Lava Bláa Lóninu til silfurverðlauna en Håkon Solbakk frá Noregi sigraði í keppninni.
 
Aðrir íslensku keppendanna komust ekki í verðlaunasæti en stóðu sig gríðarlega vel í harðri keppni.
Rúnar Pierre er 21 árs gamall og matreiðslunemi í Lava Bláa Lóninu. Hann var valinn matreiðslunemi ársins 2013 og varð í fjórða sæti í norrænu nemakeppninni 2014. Rúnar Pierre var aðstoðarmaður í Bocuse d´Or-keppninni 2015.
 
„Ég er ánægður með frammistöðuna og hvernig ég framkvæmdi allt eftir plani og hafði skipulagt á æfingum síðustu mánuði en hefði auðvitað viljað ná toppsætinu, tek það bara næst,“ segir Rúnar glaður í bragði. 
 
Í „Nordic Chef“, þar sem Atli Þór Erlendsson frá Grillinu keppti, sigraði sænski keppandinn. Atli Þór er 27 ára gamall matreiðslumaður í Grillinu á Hótel Sögu og handhafi titilsins „Matreiðslumaður ársins“ þar sem hann sigraði í keppninni í mars síðastliðnum. Atli Þór var nýlega valinn  í kokkalandsliðið. Natascha Elisabet Fischer, frá veitingastaðnum Kopar, keppti í framreiðslu í „Nordic Waiter“-keppninni en þar sigraði danski keppandinn.

3 myndir:

Skylt efni: kokkakeppni

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...