Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Unnið í Saltverki á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.
Unnið í Saltverki á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.
Mynd / Saltverk
Fréttir 1. júní 2021

Íslenskt salt í sókn á Bandaríkjamarkaði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Á tíu ára afmæli fyrirtækisins Saltverk hefur verið tekin ákvörðun um að efla markaðsstarf í Bandaríkjunum til muna. Fyrsta skrefið í þeirri sókn er átak undir merkjunum „A pinch of Iceland“ og verður herferðin gangsett og keyrð upp í fulla ferð á næstu vikum.

„Saltsalan hefur verið á hægri en stöðugri uppleið í Bandaríkjunum en síðan hefur orðið algjör sprenging upp á síðkastið,“ segir Björn Steinar Jónsson, einn stofnenda Saltverks og bætir við: „Það hefur gefið okkur tækifæri til þess að bæta þjónustuna og stytta sendingartíma ásamt svigrúmi til að framleiða nýtt markaðsefni til þess að kynna okkur fyrir fleirum.“

Danmörk og Bandaríkin

Á þeim tíu árum sem liðin eru frá stofnun Saltverks hefur mikið vatn runnið til sjávar og mikið salt verið unnið úr sjó. Saltverk hefur farið hægt í sakirnar í stækkun sinni en lagt áherslu á stöðuga uppbyggingu sem nú er að skila sér. Markmiðið var frá upphafi sett út fyrir landsteinana, fyrst með sölu til Danmerkur og síðan árið 2015 einnig til Bandaríkjanna. Þar verður róðurinn hertur til muna á næstu mánuðum og misserum.

„Það var lykilatriði í vinnslu herferðarinnar að segja satt og rétt frá,“ heldur Björn Steinar áfram. „Leggja áherslu á uppruna vörunnar frá Vestfjörðum og hvorki fela né fegra framleiðsluferlið. Þetta er íslensk vara unnin í íslenski náttúru en það sem er mikill kostur við íslensk matvæli er að fólk getur treyst því að varan sé hrein og í lagi. Vörur sem koma frá Íslandi hafa þann góða stimpil á sér og það ber að þakka forverum okkar í matvælaiðnaði sem hafa byggt upp vörumerkið Ísland í mörg ár á erlendum markaði. Við höfum grundvallað söluna á gæðum. Við fórum í samstarf við afbragðsgóða kokka og seldum saltið til sumra bestu veitingastaða í heimi eins og t.d. Noma í Danmörku. Það varð til þess að fólk treysti vörunni og keypti hana til heimabrúks,“ segir Björn Steinar og bætir við að nú þegar þeir viti sjálfir hversu mikla gæðavöru þeir hafa í höndunum þá sé þeirra stærsta verkefni fram undan að fjölga þeim sem þekkja merkið og vöruna í Bandaríkjunum. Þetta kemur m.a. fram í fréttatilkynningu frá Saltverki en á meðfylgjandi slóð https://fb.watch/5ufVJLfNAc/ má sjá burðarbita herferðarinnar en það er tveggja mínútna langt myndband sem tekið var upp fyrr á þessu ári á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp þar sem Saltverk vinnur vörur sínar. Myndbandið var framleitt fyrir bandarískan markað. 

Skylt efni: salt | Saltverk

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...