Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Við undirritun samningsins. Á myndinni eru frá vinstri: Ji Xia, starfsmaður Eimverks í Kína, Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Kína, Wanshun Zhang, framkvæmdastjóri Poly Group Co Ltd. og Qinghai Kong, framkvæmdarstjóri Poly Liquor Company Ltd.
Við undirritun samningsins. Á myndinni eru frá vinstri: Ji Xia, starfsmaður Eimverks í Kína, Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Kína, Wanshun Zhang, framkvæmdastjóri Poly Group Co Ltd. og Qinghai Kong, framkvæmdarstjóri Poly Liquor Company Ltd.
Mynd / Aðsend
Fréttir 13. desember 2022

Íslenskt viskí í sókn í Kína

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Eimverk Distillery, framleiðandi Flóka viskí, skrifaði nýlega undir stóran samning við kínverska ríkisfyrirtækið China Poly Group um sölu á Flóka þar í landi.

Samningurinn var undirritaður á stórsýningunni China International Import Expo (CIIE) í Sjanghæ. Eimverk hefur verið þátttakandi ásamt fjölda íslenskra fyrirtækja undanfarin ár. Flóki er fyrsta og enn þá eina íslenska viskíið á markaði í dag og hefur verið í stöðugri sókn á erlendum mörkuðum. Flóki er nú fluttur út til yfir tuttugu landa.

„Við erum afar ánægð með þennan samning, við höfum unnið að markaðssetningu í Kína frá 2019 og þetta er spennandi þróun. Poly Group fékk fyrstu prufusendingu frá okkur fyrr á þessu ári og seldist hún hratt upp,“ segir Haraldur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Eimverks. Samningurinn er í takt við áform félagsins um kraftmikla markaðssókn og stækkun framleiðslugetu allt að tífalt á næstu tíu árum.

„Það er okkar markmið að koma Íslandi á kortið í viskíheiminum, hér eigum við nægt bygg, frábært vatn og græna orku,“ segir Sigrún Barðadóttir, stjórnarformaður Eimverks.

Eimverk nýtur þess í dag að hafa fengið styrk frá Matvælasjóði til að styrkja markaðsstarf erlendis verulega og hefur að auki fengið aðstoð frá viðskiptafulltrúum sendiráða Íslands á erlendri grundu. Eimverk var stofnað 2009 með áherslu á að framleiða Flóka viskí úr íslensku byggi. Fyrirtækið er til húsa við Lyngás 13 í Garðabæ.

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...