Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Við undirritun samningsins. Á myndinni eru frá vinstri: Ji Xia, starfsmaður Eimverks í Kína, Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Kína, Wanshun Zhang, framkvæmdastjóri Poly Group Co Ltd. og Qinghai Kong, framkvæmdarstjóri Poly Liquor Company Ltd.
Við undirritun samningsins. Á myndinni eru frá vinstri: Ji Xia, starfsmaður Eimverks í Kína, Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Kína, Wanshun Zhang, framkvæmdastjóri Poly Group Co Ltd. og Qinghai Kong, framkvæmdarstjóri Poly Liquor Company Ltd.
Mynd / Aðsend
Fréttir 13. desember 2022

Íslenskt viskí í sókn í Kína

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Eimverk Distillery, framleiðandi Flóka viskí, skrifaði nýlega undir stóran samning við kínverska ríkisfyrirtækið China Poly Group um sölu á Flóka þar í landi.

Samningurinn var undirritaður á stórsýningunni China International Import Expo (CIIE) í Sjanghæ. Eimverk hefur verið þátttakandi ásamt fjölda íslenskra fyrirtækja undanfarin ár. Flóki er fyrsta og enn þá eina íslenska viskíið á markaði í dag og hefur verið í stöðugri sókn á erlendum mörkuðum. Flóki er nú fluttur út til yfir tuttugu landa.

„Við erum afar ánægð með þennan samning, við höfum unnið að markaðssetningu í Kína frá 2019 og þetta er spennandi þróun. Poly Group fékk fyrstu prufusendingu frá okkur fyrr á þessu ári og seldist hún hratt upp,“ segir Haraldur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Eimverks. Samningurinn er í takt við áform félagsins um kraftmikla markaðssókn og stækkun framleiðslugetu allt að tífalt á næstu tíu árum.

„Það er okkar markmið að koma Íslandi á kortið í viskíheiminum, hér eigum við nægt bygg, frábært vatn og græna orku,“ segir Sigrún Barðadóttir, stjórnarformaður Eimverks.

Eimverk nýtur þess í dag að hafa fengið styrk frá Matvælasjóði til að styrkja markaðsstarf erlendis verulega og hefur að auki fengið aðstoð frá viðskiptafulltrúum sendiráða Íslands á erlendri grundu. Eimverk var stofnað 2009 með áherslu á að framleiða Flóka viskí úr íslensku byggi. Fyrirtækið er til húsa við Lyngás 13 í Garðabæ.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...