Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Rob Van Leijsen, Einar Pálsson og Magnús Ágústsson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Rob Van Leijsen, Einar Pálsson og Magnús Ágústsson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Mynd / Borgar Páll Bragason
Fréttir 21. apríl 2015

Jarðarberin tveimur mánuðum fyrr á ferðinni en venjulega

Höfundur: smh
Garðyrkjustöðin Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum sendi fyrstu jarðarberin frá sér í búðir um miðjan mars, en jarðarber er þeirra aðal ræktunartegund. 
 
Að sögn Einars Pálssonar, sem á og rekur stöðina ásamt konu sinni, Kristjönu Jónsdóttur, settu þau upp lýsingu í vetur og eru að fikra sig áfram með þá tækni til að berin komist fyrr á markað. 
 
„Það skilaði sér í því að núna erum við um tveimur mánuðum fyrr á ferðinni með berin í búðir en á undanförnum árum. Rækt­unar­tímabilið lengist líka og við reiknum með að geta boðið upp á jarðarber langleiðina til jóla – og þá verði búið að uppskera milli 25 og 30 tonn. Við stefnum á að vera með framboð á berjum tíu mánuði ársins. Svo þarf vart að taka fram, að við notum eingöngu lifrænar varnir og ræktunin er eins vistvæn og hægt er að hugsa sér.“
 
Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, leit við á dögunum í Sólbyrgi og var hollenskur ráðunautur sérfróður í jarðarberjaræktun með í för. Hann heitir Rob Van Leijsen og var hann ánægður með það sem hann sá og væntir góðrar uppskeru. Rob hafði einnig fram að færa mjög gagnlegar ábendingar sem munu nýtast þeim hjónum til að ná enn betri árangri í ræktun sinni. 

8 myndir:

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...