Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dráttarvél ársins 2022 er John Deere 7R 350.
Dráttarvél ársins 2022 er John Deere 7R 350.
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

Höfundur: Hörður Kristjánsson

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evrópskra blaðamanna. Þá er John Deere 6120M AutoPowr dráttarvélin valin dráttarvél ársins hvað gagnsemi varðar.

Dráttarvél ársins, Tractor of the Year (TotY), er alþjóðleg verðlaun sem hópur óháðra blaðamanna sem sérhæfa sig í landbúnaðartækjum veitir árlega besta traktornum á evrópskum markaði. Höfuðstöðvar þessarar keppni, eða verðlaunaúttektar, eru á Ítalíu.

Reform Metrac H75 Pro.

Alþjóðlega dómnefndin er skipuð 26 fulltrúum fjölbreyttra miðla sem koma út í pappírsútgáfu, sem tímarit og á vefnum, sem landbúnaðarsjónvarpsþættir, samfélagsmiðlar og svo fleira. Blaðamennirnir eiga það sammerkt að sérhæfa sig í umfjöllun um landbúnað og tæki tengd þeirri grein.

Verðlaunin fyrir dráttarvél ársins voru fyrst veitt árið 1998 að frumkvæði ítalska tímaritsins Trattori.

Strax í árdaga voru næstum öll helstu landbúnaðarblöðin í Evrópu sem tóku þátt í þessu verkefni. Ár eftir ár hefur dómnefndin verið að vaxa að því marki sem nú er, með fulltrúa frá 25 löndum.

Dómnefndin og TotY verkefnin halda áfram viðleitni sinni við að leita að bestu tækninni og lausnunum sem til eru á markaðnum.

New Holland T6.180 Methane Power.

Aðrir vinningshafar í keppninni um dráttarvél ársins 2022 voru Reform Metrac H75 Pro, sem hlaut verðlaun fyrir sérhæfð landbúnaðartæki og New Holland T6.180 Methane Power, sem hlaut verðlaun sem sjálfbærasta dráttarvél ársins 2022. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...