Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kanna fýsileika þess að leggja  hitaveitu um hluta Hörgársveitar
Mynd / MÞÞ
Fréttir 26. febrúar 2020

Kanna fýsileika þess að leggja hitaveitu um hluta Hörgársveitar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Hörgársveit telur óviðunandi að íbúar sveitarfélagsins þurfi að sæta svo löku hlutskipti þegar gjöful jarðhitasvæði eru innan sveitarfélagsmarkanna,“ segir í umsögn sveitarstjórnar Hörgár­sveitar, en Orkustofnun óskaði eftir henni vegna umsóknar Norður­orku um nýtingarleyfi fyrir jarðhitasvæðið á Hjalteyri.

Hörgársveit beinir því til rétthafa nýtingarleyfisins að það vatn sem unnið er við Hjalteyri sé í auknum mæli nýtt til að mæta þörf innan sveitarfélagsins, svo sem í Hörgárdal og Öxnadal. Unnið er að könnun á fýsileika þess að leggja hitaveitu um ákveðið svæði í sveitarfélaginu og mun niðurstaða liggja fyrir síðar í vetur.

Fjárhags- og umhverfislegt óhagræði

Hörgársveit bendir í umsögn sinni á að verulegur hluti íbúa sveitarfélagsins sé án hitaveitu og rýri það til muna búsetuskilyrði á þeim svæðum sem í hlut eiga. Skemmst sé að minnast þess ástands sem skapaðist þegar óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum og rafmagnslaust varð dögum saman. Þá urðu þess dæmi að íbúar sveitarfélagsins þurftu að yfirgefa heimili sín þar sem hitastig innanhúss var komið undir 10 °C  á svæðum þar sem hitaveitu nýtur ekki við. Einnig bendir sveitarstjórnin á fjárhagslegt og umhverfislegt óhagræði sem hlýst af því að kynda hús með rafmagni og jarðefnaeldsneyti.

Hitaveita í eðli sínu þéttbýlistækni

Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, segir að unnið sé að fýsileikakönnun um þessar mundir á því hvort hagkvæmt geti talist að leggja hitaveitu um ákveðið svæði í Hörgársveit, frá Laugalandi og suður að Melum, beggja vegna í sveitinni í nokkurs konar hring. Allmargir myndu ná að tengjast hitaveitu ef könnunin leiði í ljós að slíkt sé fýsilegt. „Það var gerð svipuð könnun á þessu árið 2007 og niðurstaðan þá var að það væri fjárhagslega óhagkvæmt að fara í slíkar framkvæmdir,“ segir Helgi en hitaveita sé í eðli sínu þéttbýlistækni. Vatn kólni verulega í lögnum á leið sinni á áfangastað og því lengri sem leiðin er og notkun lítil, því meira kólni vatnið. Sömu tæknilegu skilyrði gildi fyrir hitaveitu í dreifbýli í Hörgársveit, óháð því hvar jarðhitasvæði eru staðsett.

Margvíslegar tæknilegar hindranir

„Það eru margvíslegar tæknilegar hindranir við það að leggja hitaveitu í dreifbýli. Það getur víða gengið og þá er yfirleitt til bóta að stórnotandi sé á enda þess svæðis sem lagt er á. Því er ekki að heilsa í þessu tilviki,“ segir hann. Bendir hann á að aðrar forsendur séu uppi nú varðandi fjárhagslegu hlið málsins en var fyrir rúmum áratug. Niðurgreiðslur ríkisins til rafmagnshitunar, sem nýta megi til uppbyggingar hitaveitu hafi á tímabilinu hækkað umtalsvert en gert yrði ráð fyrir að það fé fengist til verkefnisins og gerði það eflaust mun hagkvæmara en áður. „Þetta kemur allt í ljós síðar í vetur þegar niðurstaða liggur fyrir,“ segir hann.

Notkun á Akureyri aukist um 100%

Helgi segir að Norðurorka standi í umfangsmiklum framkvæmdum þessi árin, m.a. við nýja Hjalteyrar­lögn, frá jarðhitasvæðinu við Hjalteyri og til Akureyrar. Þær fram­kvæmdir hófust sumarið 2018 og áætlað að þeim ljúki árið 2023. Kostnaður við þá framkvæmd er ekki undir 2,5 milljörðum króna, en Helgi segir að um sé að ræða stóra fjárfestingu til langrar framtíðar. Heitt vatn hafi á fyrstu árum hitaveitu á Akureyri verið leitt sunnan að, úr Eyjafjarðarsveit, en nægt magn sé ekki fyrir hendi til framtíðar. Leit að heitu vatni á svæðinu bar góðan árangur við Hjalteyri og því þurfi að leggja í mikla fjárfestingu við að ná í vatnið þangað. Notkun Akureyringa og nærsveitarmanna á heitu vatni hefur aukist um 100% á síðustu tveimur áratugum, frá árinu 2000. 

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...