Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kjalvegur. Þar er talið brýnt að bæta veginn sem er niðurgrafinn ruðningur sem verður ófær í fyrstu föl á haustin. Þá er hann eitt samfellt þvottabretti á sumrin með mikilli rykmengun sem varla er til að bæta upplifun ferðafólks og sannra náttúruunnenda.
Kjalvegur. Þar er talið brýnt að bæta veginn sem er niðurgrafinn ruðningur sem verður ófær í fyrstu föl á haustin. Þá er hann eitt samfellt þvottabretti á sumrin með mikilli rykmengun sem varla er til að bæta upplifun ferðafólks og sannra náttúruunnenda.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. október 2015

Kjalvegur, Þingeyrarvegur og vegur um Blönduós

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Markaðsstofa Norðurlands boðaði fyrir skömmu til funda um vegamál, m.a. á Norðurlandi vestra, en haldnir voru fundir á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga.
 
Á fundunum gafst ferðaþjónustuaðilum, sveitarstjórnarmönnum og öðrum sem áhuga höfðu á málefninu að koma á framfæri sínum áherslum varðandi þjónustu, viðhald og uppbyggingu vegakerfisins. Markaðsskrifstofan er tengiliður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi við Vegagerðina.
 
Að því er fram kemur á feykir.is voru Kjalvegur, Þingeyrarvegur og vegurinn í gegnum Blönduós meðal brýnustu verkefna að mati heimamanna.Vegurinn niður að Þingeyrum er sagður mjór, holóttur og ekki mikið viðhaldinn en þar er jafnan mikill ferðamannastraumur. Vegakaflinn gegnum Blönduós og norður að gatnamótum við Þverárfjall er orðinn gamall og hættulegur, eins er brúin yfir Blöndu orðin gömul og léleg.
 
Brýnt að byggja upp Vatnsnesveg 
 
Það sem brann heitast á fundarmönnum á Hvammstanga var Vatnsnesvegurinn en þar ríður mest á úrbótum. Byggja þurfti þann veg upp en gríðarlegur fjöldi ferðamanna fer þar um, um 250 bílar á dag, yfir hásumarið.
 
Einnig var rætt um Norðurbraut, gatnamótin við Laugarbakka og planið við Hvammstanga-afleggjarann sem er of lítið. Talað var um brú yfir Norðlingafljót til þess að loka ákveðinni leið af heiðinni og vestur, niður að Húsafelli. 

Skylt efni: Vegamál

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...