Könnun á viðhorfi neytenda til sýklalyfjaþols
Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) kannar nú hversu meðvitaðir evrópskir neytendur eru um sýklalyfjaþol og hættuna sem stafar af bakteríum sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Matvælastofnun hvetur neytendur til að taka þátt í könnuninni sem aðgengileg er hér að neðan.
Könnunin er opin til 30. apríl 2018. Hún fer fram á ensku og er hægt að nota orðabanka og þýðingarvélar við þýðingar á fagmáli.
Meðvitund neytenda um hættur í matvælum er mikilvægur hlekkur í auknu öryggi matvæla. Þegar kemur að hættum vegna vaxandi sýklalyfjaþols baktería í dýrum og mönnum, þá koma fleiri þættir við sögu meðal Evrópubúa s.s. meðvitund um ábyrga notkun sýklalyfja.