Kortlagning smávirkjanakosta á Vesturlandi, Vestfjörðum og Austurlandi
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Orkustofnun hefur samið við Verkfræðistofuna Vatnaskil um kortlagningu vænlegra smávirkjanakosta.
Finna skal álitlega staði fyrir smávirkjanakosti með afl á bilinu 100 kW–10 MW, meta möguleika á dægurmiðlun við inntak og meta gróflega óvissu í afli þeirra virkjunarkosta sem finnast. Kortlagningin tekur til þriggja landshluta, Vesturlands, Vestfjarða og Austurlands. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. Þar er líka sagt frá því að stofnunin hefur áður látið kanna ýmsa smávirkjanakosti víðs vegar um landið, meðal annars með útreikningum á langæi rennslis fyrir valda kosti í Eyjafirði, Snæfellsnesi og Vestfjörðum þar sem Vatnaskil beittu vatnafarslíkani við ákvörðun á langæi rennslis fyrir kosti sem þegar höfðu verið teknir til frumathugunar af hagsmunaaðilum á viðkomandi svæðum.