Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Smávirkjun Orkubús Vestfjarða í Tungudal í Skutulsfirði. Hún nýtir hluta þess vatns sem rennur úr berglögum í Vestfjarðagöngum.
Smávirkjun Orkubús Vestfjarða í Tungudal í Skutulsfirði. Hún nýtir hluta þess vatns sem rennur úr berglögum í Vestfjarðagöngum.
Mynd / HKr.
Fréttir 4. maí 2020

Kortlagning smávirkjanakosta á Vesturlandi, Vestfjörðum og Austurlandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Orkustofnun hefur samið við Verkfræðistofuna Vatnaskil um kortlagningu vænlegra smávirkjanakosta. 
 
Finna skal álitlega staði fyrir smávirkjanakosti með afl á bilinu 100 kW–10 MW, meta möguleika á dægurmiðlun við inntak og meta gróflega óvissu í afli þeirra virkjunarkosta sem finnast. Kortlagningin tekur til þriggja landshluta, Vesturlands, Vestfjarða og Austurlands. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. Þar er líka sagt frá því að stofnunin hefur áður látið kanna ýmsa smávirkjanakosti víðs vegar um landið, meðal annars með útreikningum á langæi rennslis fyrir valda kosti í Eyjafirði, Snæfellsnesi og Vestfjörðum þar sem Vatnaskil beittu vatnafarslíkani við ákvörðun á langæi rennslis fyrir kosti sem þegar höfðu verið teknir til frumathugunar af hagsmunaaðilum á viðkomandi svæðum.

Skylt efni: smávirkjanir

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...