Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kosið verði um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps í lok mars
Fréttir 7. febrúar 2022

Kosið verði um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps í lok mars

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Samstarfsnefnd um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðs­hrepps leggur til að íbúar þessara tveggja sveitarfélaga fái tækifæri til að kjósa um sameiningu þeirra 26. mars næstkomandi. Sveitarstjórnir þeirra beggja samþykktu í des­ember á liðnu ári að stofna samstarfsnefnd um samein­ing­una.

Formaður hennar er Þorsteinn Ægir Egilsson og Sigurður Þór Guðmundsson varaformaður. Fram hafa farið opnir samráðsfundir við íbúa.

Sveitarfélögin hafa átt í farsælu samstarfi um langa hríð og er það mat nefndarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu að sameining geti skapað tækifæri til skilvirkari stjórnsýslu og þjónustu auk þess sem tækifæri sé til frekari atvinnuþróunar og nýsköpunar.

Sterkur fjárhagur

Vísbendingar séu um að fjárhagur sameinaðs sveitarfélags verði sterkur og fjárfestingargeta meiri en hjá hvoru sveitarfélagi um sig, ekki síst með um 548 milljón króna áætluðu sameiningarframlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Samstarfsnefndin leggur til að í stjórnskipulagi sameinaðs sveitarfélags verði nefnd sem fjalli sérstaklega um hagsmuni dreifbýlisins og landbúnaðarmál. Á þann hátt verði komið til móts við áhyggjur íbúa í dreifbýli af því að missa áhrif á ákvarðanatöku.

Haldið utan um jarðeignir

Samstarfsnefnd tekur undir ábendingar íbúa um að nauðsynlegt sé að halda sérstaklega utan um jarðeignir sveitarfélaganna og nýta tekjur af þeim til að skapa tækifæri til styrkingar mannlífs, byggðar og atvinnutækifæra. Nefndin leggur til að stofnaður verði sérstakur sjóður í þeim tilgangi og hefur unnið tillögu að samþykktum fyrir slíkan sjóð.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...