Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Búnaður til sæðistöku í gömlu nautastöðinni á Hvanneyri. Ingimar Einarsson, fyrrum fjósameistari, stendur hjá.
Búnaður til sæðistöku í gömlu nautastöðinni á Hvanneyri. Ingimar Einarsson, fyrrum fjósameistari, stendur hjá.
Fréttir 10. mars 2023

Kyngreining sæðis í frjóan jarðveg

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nautgripabændur hafa kallað eftir kaupum á búnaði til kyngreiningar á sæði undanfarin ár. Á búgreinaþingi var því beint til stjórnar deildar nautgripabænda og stjórnar Bændasamtakanna að hefja án tafar vinnu við að tryggja stofnfjármagn og hraða innleiðingu.

Í löndunum í kringum okkur er kyngreint sæði víða notað. Með sérstökum búnaði er hægt að skilja að sæðisfrumur sem gefa annars vegar kvígur og hins vegar naut. Þetta gagnast mjólkurframleiðendum sérstaklega, en með þessu geta þeir fengið fleiri og betri kvígukálfa. Kyngreint sæði er dýrara í innkaupum og hentar ekki í öllum tilfellum. Frá þessu er greint í nýrri skýrslu RML.

Áætlað er að kaup á sjálfri skilvindunni sem skilur sæðisfrumurnar eftir kynjum muni kosta 170 milljónir króna. Við það bætist kostnaður við uppsetningu á rannsóknarstofu, standsetning skilvindu og þjálfun starfsfólks sem gerir stofnkostnað upp á samtals 183,5 milljónir króna.

Árlegur rekstrarkostnaður er nokkuð hár, en áætlað er að þörf sé á tveimur stöðugildum sem kosta samtals 50 milljónir króna. Ofan á það bætist vörunotkun upp á 12,5 milljónir, rekstur tækjabúnaðar fyrir eina milljón á ári og 18,4 milljónir í afskriftir. Samtals má reikna með að rekstur kyngreiningar útheimti 82,9 milljónir króna árlega.

Frá árinu 1991 hefur verið til tækni sem byggir á að lita sæðisfrumurnar með sérstöku litarefni sem safnast í frumunum í mismunandi magni eftir því hvort þær beri X eða Y litning. Karlfrumur bera 3,8 prósent minna erfðaefni og gerir litarefnið kleift að rafhlaða sæðisfrumurnar og flokka með rafsviðsskilvindu. Mjög miklar framfarir hafa verið í þessari tækni og er sá búnaður sem býðst núna umtalsvert afkastameiri og ódýrari en sá sem framleiddur var fyrir fáum árum.

Lítil afköst eru á framleiðslu á kyngreindu sæði og er því nauðsynlegt að þynna það út til að fá fleiri skammta. Vegna þessa er frjósemi sæðisfrumna í kyngreindu sæði minni en í hefðbundnu sæði. Fjögur þrep fara í framleiðslu hefðbundins sæðis, en þegar kemur að kyngreiningu eru þrepin tuttugu. Samkvæmt rannsóknum er heilbrigði kálfa það sama með báðum tegundum sæðis.

Skylt efni: nautgriparækt

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...