Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hópurinn, nemendur, kennarar og gestakennari samankomnir eftir vel heppnaðan pylsugerðardag í VMA.
Hópurinn, nemendur, kennarar og gestakennari samankomnir eftir vel heppnaðan pylsugerðardag í VMA.
Fréttir 28. nóvember 2019

Kynntust leyndardómum pylsunnar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Mikilvægt er fyrir matreiðslumenn framtíðarinnar að þekkja fjölbreytt hráefni og kunna skil á því hvernig það verður til. Liður í því var heimsókn Rúnars Inga Guðjónssonar, gæðafulltrúa hjá Kjarnafæði og liðsmanna í landsliði kjötiðnaðarmanna, í  í 2. bekk í matreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri á dögunum.

Nemendur í 2. bekk vinna gjarnan að ákveðnu verklegu verkefni tvo daga í röð í námi sínu á þessari önn og að þessu sinni var ákveðið að verja þeim í pylsugerð. Rúnar Ingi var gestakennari og leiddi nemendur í allan sannleika um leyndardóma pylsunnar, hann kynnti fyrir þeim fjórar mismunandi pylsuuppskriftir sem nemendur síðan bjuggu til undir vökulum augum Rúnars Inga. Nemendur sáu um að elda annað meðlæti með pylsunum og afraksturinn var síðan borinn á hlaðborð fyrir um tuttugu manna hóp frá Starfsmannafélagi VMA.

Nemendur voru leiddir í í allan sannleika um leyndardóma pylsunnar.

Ekki þarf að hafa um það mörg orð að útkoman var afbragðs góð og sælkerarnir kunnu afar vel að meta.

Frá þessu er sagt á vefsíðu Verkmenntaskólans á Akureyri þar sem Rúnari Inga Guðjónssyni er þakkað fyrir að gefa sér tíma til að miðla af þekkingu sinni til matreiðslunemanna. Kjarnafæði styrkti æfingu nemanna og útvegaði hráefni í pylsugerðina en fyrirtækið hefur um tíðina stutt kennslu á matvælabraut VMA af rausnarskap. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...