Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hópurinn, nemendur, kennarar og gestakennari samankomnir eftir vel heppnaðan pylsugerðardag í VMA.
Hópurinn, nemendur, kennarar og gestakennari samankomnir eftir vel heppnaðan pylsugerðardag í VMA.
Fréttir 28. nóvember 2019

Kynntust leyndardómum pylsunnar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Mikilvægt er fyrir matreiðslumenn framtíðarinnar að þekkja fjölbreytt hráefni og kunna skil á því hvernig það verður til. Liður í því var heimsókn Rúnars Inga Guðjónssonar, gæðafulltrúa hjá Kjarnafæði og liðsmanna í landsliði kjötiðnaðarmanna, í  í 2. bekk í matreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri á dögunum.

Nemendur í 2. bekk vinna gjarnan að ákveðnu verklegu verkefni tvo daga í röð í námi sínu á þessari önn og að þessu sinni var ákveðið að verja þeim í pylsugerð. Rúnar Ingi var gestakennari og leiddi nemendur í allan sannleika um leyndardóma pylsunnar, hann kynnti fyrir þeim fjórar mismunandi pylsuuppskriftir sem nemendur síðan bjuggu til undir vökulum augum Rúnars Inga. Nemendur sáu um að elda annað meðlæti með pylsunum og afraksturinn var síðan borinn á hlaðborð fyrir um tuttugu manna hóp frá Starfsmannafélagi VMA.

Nemendur voru leiddir í í allan sannleika um leyndardóma pylsunnar.

Ekki þarf að hafa um það mörg orð að útkoman var afbragðs góð og sælkerarnir kunnu afar vel að meta.

Frá þessu er sagt á vefsíðu Verkmenntaskólans á Akureyri þar sem Rúnari Inga Guðjónssyni er þakkað fyrir að gefa sér tíma til að miðla af þekkingu sinni til matreiðslunemanna. Kjarnafæði styrkti æfingu nemanna og útvegaði hráefni í pylsugerðina en fyrirtækið hefur um tíðina stutt kennslu á matvælabraut VMA af rausnarskap. 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...