Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fanney Ólafsdóttir og Reynir Þór Jónsson reka kúabúið að Hurðarbaki í Flóahreppi á Suðurlandi.
Fanney Ólafsdóttir og Reynir Þór Jónsson reka kúabúið að Hurðarbaki í Flóahreppi á Suðurlandi.
Fréttir 23. janúar 2020

Kýrnar í afurðahæsta kúabúinu skiluðu að meðaltali um 8,7 tonnum af mjólk

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Afurðahæsta kúabúið 2019 að meðaltali á árskýr var Hurðar­baksbúið ehf. hjá þeim Reyni Þór Jónssyni og Fanneyju Ólafsdóttur í Flóahreppi á Suður­landi. Hver kýr mjólkaði þar að meðaltali 8.678 kg yfir árið.

Annars var mikið jafnræði meðal efstu kúabúanna og voru tólf bú með 8.000 kg eða meira í nyt. Að meðaltali voru tíu efstu að skila 8.321 kg samkvæmt upplýsingum frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML).

Fyrir leikmenn þykir oft undar­legt að tala um kílógrömm af mjólk en ekki lítra. Að einhverju leyti á þetta sér gamlar skýringar í innvigtun á mjólk, en líka þeirri staðreynd að einn lítri af mjólk er örlítið eðlisþyngri en einn lítri af vatni. Þá eru líka unnar afurðir úr mjólkinni, eins og skyr og smjör, sem vigtaðar eru í kílógrömmum og því eðlilegt að nota kg til samræmis alla leið í skýrsluhaldi og vinnsluferlinu.

Í fyrsta sæti með 8.678 kg á árskú

Reynir Þór og Fanney á Hurðar­baksbúinu voru með 54,1 árskú sem skiluðu þeim í efsta sæti yfir meðalafurðir eftir hverja kú með 8.678 kg. Er það vel að verki staðið þótt það sé aðeins minni afurðir að meðaltali á efsta búinu 2018, en það var Hóll í Svarfaðardal sem var með 8.902 kg.

Hvammsbúið á Barðaströnd skorar hátt

Í öðru sæti kúabúa með afurða­hæstu kýrnar 2019 var Hvammur í Vesturbyggð á Barðaströnd sem rekið er af Valgeiri Jóhanni Davíðssyni og Ólöfu Maríu Samúelsdóttur. Þau voru með 38,8 árskýr og skilaði hver þeirra að meðaltali 8.394 kg. Þau hafa oft verið meðal efstu búa á landinu hvað meðaltalsnyt varðar og voru í áttunda sæti 2018.

Búið á Hraunhálsi í þriðja sæti annað árið í röð

Í þriðja sæti að þessu sinni var Hraunhálsbúið í Helgafellssveit á Snæfellsnesi hjá þeim Guðlaugu Sigurðardóttur og Jóhannesi Eyberg Ragnarssyni. Hjá þeim voru 28,2 árskýr sem skiluðu að meðaltali 8.307 kg.  Það er mjög svipuð staða og fyrir árið 2018 þegar þau lentu líka í þriðja sæti með 8.452 kg eftir hverja kú.

Aðeins munaði 2 kg yfir árið á hverja kú í fjórða og fimmta sæti

Búið Stóru-Tjarnir er við vestur­enda Ljósavatns í Ljósavatns­skarði í Þingeyjarsveit og skorar yfirleitt hátt hvað nyt snertir. Ásvaldur Ævar Þormóðsson og Laufey Skúladóttir eru þar ábúendur og voru í fjórða sæti með 8.294 kg að meðaltali eftir 54,8 árskýr.

Brúsastaðir í Húnaþingi vestra, sem margoft hefur verið meðal afurðahæstu búa landsins, var í fimmta sæti 2019. Þar voru þau Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður Ólafsson með  47 árskýr sem skiluðu að meðaltali 8.292 kg. Voru kýrnar á Brúsastöðum reyndar í öðru sæti 2018 með 8.492 kg að meðaltali.

Sjötta sætið aðeins sex kílóum fyrir neðan það fimmta

Í sjötta sæti var Hóll í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð í Eyjafirði. Þar voru þau Karl Ingi Atlason og Erla Hrönn Sigurðardóttir með 50,6 árskýr. Þær voru að að skila  8.286 kg að meðaltali, eða aðeins sex kílóum minna en Brúsastaðabúið í fimmta sætinu. Eins og fyrr segir voru kýrnar á Hóli í fyrsta sæti 2018 með 8.902 kg.

Kirkjulækur 2 í Fljótshlíð í Rangár­þingi eystra hefur í fjölda ára verið meðal nythæstu búa landsins að meðaltali á hverja kú. Á því var engin undantekning nú. Þannig voru þau Eggert Pálsson, Jóna Kristín Guðmundsdóttir ásamt Páli Eggertssyni og Kristínu Jóhannsdóttur með 59,2 árskýr. Skiluðu þær þeim í sjöunda sætið 2019 með 8.270 kg að meðaltali.

Hvanneyrarbúið ehf. í Andakíl í Borgarbyggð hefur einnig verið að skila góðum árangri ár eftir ár. Það var í fjórða sæti 2018 með 8.289 kg að meðaltali á árskýr, en nú var það í áttunda sæti með 8.262 kg að meðaltali eftir 73,8 árskýr.

Í níunda sæti var Miðdalskot í Laugardal í Árnessýslu skammt austan við Laugavatn, en það tilheyrir nú Bláskógabyggð. Þar eru þau Hermann Geir Karlsson og Sigrún Björg Kristinsdóttir með 43,3 árskýr sem skiluðu að meðaltali 8.223 kg á síðasta ári. 

Í tíunda sæti var svo Grund í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð í Eyjafirði. Þar er Friðrik Þórarinsson bóndi með 53,2 árskýr. Þær skiluðu að meðaltali 8.208 kg á síðasta ári.

Öll þessi bú voru að skila miklum afurðum eftir hverja kú á síðasta ári og gott dæmi um þann mikla árangur sem náðst hefur í að auka nyt íslenskra kúa á síðustu 10 til 20 árum. Þar hefur innleiðing á nýrri mjaltatækni með aukinni sjálfvirkni greinilega haft mikið að segja, samfara bættri fóðrun. 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...